HljóðX er með lausnina
HljóðX býður frábærar tæknilausnir í hljóði, lýsingu, mynd- og fjarfundabúnaði fyrir félög, fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir. Hátalarar, magnarar, hljóðnemar og mixerar. Skjáir, tjöld og myndvarpar. Fjarfundarbúnaður, myndavélar, ljós, stýri- og samþættingarbúnaður.
Í HljóðX býr sérfræðiþekking og einstök reynsla sem safnast hefur upp allt frá því Ingó, framkvæmdastjóri og stofnandi HljóðX, var tæknistjóri á gamla Broadway við Álfabakka og á Hótel Íslandi í Ármúla. Síðan þá hefur HljóðX hannað og sett upp flottar tæknilausnir fyrir ótal samkomu- og íþróttahús, verslanir, kirkjur, kvikmyndahús, flugvelli, verslunarmiðstöðvar, veitinga- og skemmtistaði, ráðstefnusali og fundarherbergi.