Bænahús, kirkjur og safnaðarheimili

Skýr og fallegur hljómur fyrir tilfinningaríkar stundir


Í kirkjum og bænahúsum er afar mikilvægt að hljóðið sé fyrsta flokks hvort sem flutt er talað mál, söngur og tónlist. HljóðX hefur sett upp fullkomin hljóðkerfi í fjölmörg slík hús sem og myndbúnað sem t.d. er notaður til að senda út streymi frá athöfnum.. Hljóðnemar fyrir ræðupúlt, handfrjálsir og þráðlausir hljóðnemar til að halda á eða klemma í fatnað þeirra sem tala. Sérstakir hátalarar fyrir talað mál með áherslu á rétta dreifingu svo allstaðar heyrist vel og skýrt. Föst eða færanleg hljóðkerfi fyrir tónlistarflutning. Sjálfvirkar myndavélar, myndblandarar og stýribúnaður fyrir beint streymi og upptökur.

Crown magnarar
Martin lighting
AKG
dbx
Bss stýringar
AMX stýringar
Sightline sviðspallar

,,Reynsla Skálholtskirkju á búnaði frá HljóðX hefur verið frábær í alla staði. Virkni búnaðarins er skilvirk og áreiðanleg og viðmót fundarkerfisins er þægilegt í notkun. Þjónusta tæknimanna HljóðX hefur verið með afbrigðum góð, hæfir menn með ríka þjónustulund.”

– Kristján Björnsson, Vígslubiskup í Skálholti

Ráðgjafar í lausnadeild HljóðX finna þá lausn sem hentar best hverju sinni og passar við það rými sem um ræðir og þarfir þeirra sem nota búnaðinn. Teiknuð er upp kerfismynd af búnaði kerfis og staðsetningu á búnaði í rými. Markmið HljóðX er að finna alltaf bestu og ódýrustu lausnina fyrir viðskiptavini. Alltaf er boðinn hágæða búnaður frá mjög virtum framleiðendum. Lögð er áhersla á að vera í góðu sambandi við viðskiptavini um framgang verkefna allt frá hönnun og að gangsetningu kerfa. Viðskiptavinum er boðið upp á þjónustusamning, þar sem fellur undir reglubundið viðhald búnaðar, viðgerðir, endurbætur og mælingar.

HljóðX hefur m.a. sett upp búnað í eftirtöldum kirkjum:
 • Akraneskirkja
 • Áskirkja
 • Dómkirkjan
 • Fella og hólakirkja
 • Grafarvogskirkja
 • Hallgrímskirkja
 • Hvammstangakirkja
 • Grindavíkurkirkja
 • Keflavíkurkirkja
 • Ytri-Njarðvíkurkirkja
 • Seljakirkja
 • Skálholtskirkja
 • Víðistaðakirkja

  Hvernig getum við aðstoðað? *

  Hvað getum við aðstoðað með? *

  Lausn *

  Staðsetning verks *

  Lýsing á rými *

  Uppsetning *

  Æskileg dagsetning verkloka

  Æskileg dagsetning afhendingar

  Leiga *

  Uppsetning *

  Dagsetning *

  Nafn viðburðar *

  Staðsetning viðburðar *

  Áætlaður fjöldi gesta *


  Talaðu við sérfræðing

  Ingólfur Arnarson
  Framkvæmdastjóri

  ingo@hljodx.is897 0163