Sviðsbúnaður

Allra augu beinast að sviðinu sem þarf að standa traustum fótum eins og sviðsvagnar og sviðspallar HljóðX

Sviðið skiptir miklu máli

Það er alltaf betra ef hægt er að lyfta viðburðum upp með því að setja traust og gott svið undir listafólk og ræðumenn. Sviðið þarf að vera í réttri hæð, af réttri stærð og það þarf að standa stöðugt hvað sem á því dynur. Þess vegna skiptir miklu máli að velja vel svið sem viðburðurinn þarf, uppsett af fagfólki.

Sviðvagnar fyrir útiviðburði:

HljóðX hefur um árabil boðið upp á útisvið með sviðsvögnum frá Stage Line . Vagnarnir eru ákaflega sterkir og standast íslenskar aðstæður. Stageline sviðsvagnar eru með vindþol allt að 20 m á sek. með fullum seglum og allt að 30 m á sek. ef segl eru losuð. Seglin eru 100% vatns- og vindheld. SL250 er með sviðs-gólfflöt frá 75 m2 og upp í 120m2 og með 6 m lofthæð. SL100 er með sviðs-gólfflöt frá 35m2 og upp í 100m2 og með 4,5 m lofthæð.

Sviðspallar fyrir viðburði úti og inni:

Tækjaleiga HljóðX býður upp á sviðspalla og fylgihluti frá Sightline sem geta staðið bæði úti og inni. Hægt er að setja saman sviðspalla sem eru 1 x 2 metrar en mest er til af pöllum sem eru 1,22 x 2,44 metrar að stærð. Pallarnir eru með stillanlegum uppistöðum frá 60 cm og upp í 200 cm hæð. Þeir eru með slitþolinni polyvinyl áferð og læsast þétt saman og mynda mjög stöðugt gólf. Handrið, tröppur og drapperingar koma með sviðinu eftir þörfum.

Sviðspallarnir eru einnig frábærir til að byggja t.d. áhorfendapalla fyrir notendur hjólastóla.

Gólfið – fyrir gestina og dansinn

Í mörgum viðburða- og veislusölum er slétt og fallegt gólf en þannig er það ekki alls staðar. Í íþróttasölum og víða annars staðar þar sem á að halda veislu vantar  slétt og fallegt gólf en það er vandamál sem auðvelt er að leysa.

HljóðX hefur til leigu vínilmottur sem líta út eins og parket og raðast og púslast saman til að leggja gólf.

Heildarstærðin er 300 m2 en ekki er nauðsynlegt að leigja allan þann flöt.

Til viðmiðunar má ætla að 100-150m2 dansgólf sé nógu stórt fyrir árshátíð í íþróttasal.

Hver motta er 96sm að breidd og 96 sm að lengd. Þykktin er 5mm og hver motta vegur um 6,4 kg. 

Gólfið er einfalt að leggja og taka upp aftur.

Er viðburður í vændum?

Tækjaleiga HljóðX á sviðspalla fyrir stór og lítil svið, flotta og trausta sviðsvagna fyrir útiviðburði og fallegt gólf til að leggja niður þar sem þess er þörf. Sérfræðingar veita ráðgjöf, gera tilboð og geta séð um að viðburðurinn sé á háum stalli.

Fylltu út formið hér fyrir neðan með öllum upplýsingum um þinn viðburð.

  Hvernig getum við aðstoðað? *

  Hvað getum við aðstoðað með? *

  Lausn *

  Staðsetning verks *

  Lýsing á rými *

  Uppsetning *

  Æskileg dagsetning verkloka

  Æskileg dagsetning afhendingar

  Leiga *

  Uppsetning *

  Dagsetning *

  Nafn viðburðar *

  Staðsetning viðburðar *

  Áætlaður fjöldi gesta *


  Talaðu við sérfræðing

  Örn Ingólfsson
  Ljósameistari - verkefnastjóri leigu

  orn@hljodx.is858 0962

  Martin lighting
  AKG
  Crown magnarar
  Soundcraft mixerar
  Sightline sviðspallar
  Stage line sviðsvagnar