HljóðX

HljóðX er leiðandi fyrirtæki í leigu, sölu og uppsetningu á hljóð-, ljósa-, mynd- og sviðsbúnaði og þjónustar jafnt einstaklinga, fyrirtæki, félög og stofnanir.

HljóðX Leiga tekur að sér uppsetningu á stórum og smáum hljóðkerfum, ljósum, LED skjám, skjávörpum og tjöldum, drapperingum, hljóðfærum o.fl. Stórir viðburðir eins og FM95BLÖ í Höllinni, Þorrablót Hafnarfjarðar, stórtónleikar Bylgjunnar á Menningarnótt, G-Festival í Færeyjum o.fl. treysta HljóðX til að mæta með tæki og mannskap með þekkingu og reynslu til að setja upp allt sem þarf til að gera ógleymanlegan viðburð.

HljóðX Lausnir býður lausnir til fyrirtækja, stofnana og félaga sem þurfa í húsakynni sín hljóðkerfi, fundarbúnað, skjái, kallkerfi, ljós, sviðsbúnað o.fl. Starfið byggist á gríðarlegri þekkingu og reynslu sem starfsmenn HljóðX búa yfir ásamt öflugum birgjum og framleiðendum hágæða búnaðar. HljóðX er umboðs- og dreifingaraðili Harman á Íslandi sem býður upp á merki eins og JBL, AKG, Martin, AMX o.fl. 

HljóðX Verslun býður upp á hljóðfæri, hljóðkerfi, upptökubúnað og fleira fyrir einstaklinga, fjölskyldur, tónlistarfólk, hljóðver, tónlstarskóla og önnur félög og fyrirtæki. Á meðal vörumerkja sem fást í versluninni er Roland, Boss, JBL og AKG. 

Hjá HljóðX starfa rúmlega 10 manns í fullu starfi auk fjölda verktaka sem koma að ýmsum verkefnum sem HljóðX tekur að sér.

Saga HljóðX

Ingólfur Arnarson stofnaði fyrirtækið ásamt Valgarði bróður sínum árið 2004 eftir að hafa áður verið hluthafi í Hljómsýn í Ármúla og ákveðið var að skipta þvi fyritæki upp. Þá tóku þeir með sér umboðið fyrir Harman Professional ( JBL, AKG, AMX, CROWN, SOUNDCRAFT ofl. ) og lögðu með því grunninn að HljóðX. Keypt var verslunar og lager húsnæði að Grensásvegi 12. Fleiri umboð bættust við og HljóðX sinnti bæði sölu á búnaði fyrir stofnanir og fyrirtæki sem og leigu til allra sem vildu hágæða hljóðbúnað í viðburði. Árið 2011 keypti HljóðX hljóðfæraverslunina Rín af Magnúsi Eiríkssyni. Verslunin var þá í Brautarholti en sameinaðist verslun HljóðX á Grensásvegi 12 árið 2014. Í kjölfarið á því keypti fyrirtækið stórt húsnæði undir lager og leigu í Drangahrauni 5, Hafnarfirði. Í febrúar 2025 var húsnæðið að Gresnásvegi 12 selt og verslunin flutt í Drangahraun 5 þar sem öll starfsemin er nú til húsa undir einu þaki.

Starfsmenn

Í HljóðX starfa menn með gríðar mikilli þekkingu og reynslu. Það sem sameinar hópinn er mikill áhugi á nýjustu tækni, hljóði, ljósum, tónlist og viðburðahaldi í bland við þjónustulund og metnað til að finna réttu lausnirnar í hvaða verkefni og aðstæðum sem er. Hér má sjá alla þá sem starfa í fullu starfið fyrir HljóðX en auk þeirra koma að verkefnunum fjölmargir verktakar og lausráðnir starfsmenn.

Ingólfur Arnarson
Framkvæmdastjóri

ingo@hljodx.is

Jóhann Örn Ólafsson
sölu- og markaðsstjóri

joi@hljodx.is

Magnús Örn Magnússon
Verkefnastjóri lausna

magnus@hljodx.is

Örn Ingólfsson
Ljósameistari - verkefnastjóri leigu

orn@hljodx.is

Eyvindur Eggertsson
Hljóðmeistari - verkefnastjóri leigu

eyvi@hljodx.is

 

Steinar Ólafsson
Verkefnastjóri leigu

steinar@hljodx.is

Vainius Vaisnoras
Starfsmaður leigu

vainius@hljodx.is

Halldór Ingólfsson
Starfsmaður leigu

dori@hljodx.is

Daníel Orrason
Starfsmaður lausna og leigu

daniel@hljodx.is

Sigurjón Ó Gunnarsson
Afgreiðslumaður verslun

sigurjon@hljodx.is

Sjálfbærni HljóðX

HljóðX leggur ríka áherslu á sjálfbærni í allri starfsemi fyrirtækisins og vinnur markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum án þess að gefa eftir í gæðum, öryggi eða þjónustu. Sjálfbærni er hluti af rekstri okkar og endurspeglast í vali á búnaði, samstarfsaðilum og daglegum vinnubrögðum.

Kjarni sjálfbærnistefnu HljóðX felst í því að flytja inn, selja og nota í tækjaleigu vandaðan búnað sem endist vel og stenst tímans tönn. Við veljum lausnir sem eru endingargóðar, auðvelt er að viðhalda og halda verðgildi sínu yfir tíma. Með þessu drögum við úr þörf fyrir tíðar endurnýjanir og stuðlum að betri nýtingu auðlinda.

Þegar búnaður í tækjaleigu HljóðX er endurnýjaður er eldri búnaði ekki fargað. Þess í stað er hann seldur áfram og fær framhaldslíf hjá nýjum notendum, þar sem hann nýtist áfram í fjölbreyttum verkefnum. Þessi nálgun styður við hringrásarhagkerfi og dregur úr myndun úrgangs.

HljóðX vinnur með framleiðendum sem leggja áherslu á gæði, endingu og áreiðanleika í hönnun og framleiðslu. Vörumerkin sem við flytjum inn og notum eru þekkt fyrir vandaða framleiðslu, langtímastuðning og faglegar lausnir sem standast kröfur atvinnulífsins.

Í daglegum rekstri leggur HljóðX jafnframt áherslu á ábyrga umgengni við umhverfið. Við flokkum úrgang, nýtum auðlindir af ábyrgð og leggjum áherslu á hald við búnaði og ökutæki. Flutningar og verkefni eru skipulögð með hagkvæmni og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.

Með þessari nálgun vill HljóðX stuðla að sjálfbærari framtíð og vera ábyrgur samstarfsaðili fyrir viðskiptavini, stofnanir og fyrirtæki sem gera kröfur um gæði, fagmennsku og umhverfisvitund.

Sjá hér