Um HljóðX
HljóðX er leiðandi fyrirtæki í leigu, sölu og uppsetningu á hljóð-, ljósa-, mynd- og sviðsbúnaði og þjónustar jafnt einstaklinga, fyrirtæki, félög og stofnanir.
HljóðX Leiga tekur að sér uppsetningu á stórum og smáum hljóðkerfum, ljósum, LED skjám, skjávörpum og tjöldum, drapperingum, hljóðfærum o.fl. Stórir viðburðir eins og FM95BLÖ í Höllinni, Þorrablót Hafnarfjarðar, stórtónleikar Bylgjunnar á Menningarnótt, G-Festival í Færeyjum o.fl. treysta HljóðX til að mæta með tæki og mannskap með þekkingu og reynslu til að setja upp allt sem þarf til að gera ógleymanlegan viðburð.
HljóðX Lausnir býður lausnir til fyrirtækja, stofnana og félaga sem þurfa í húsakynni sín hljóðkerfi, fundarbúnað, skjái, kallkerfi, ljós, sviðsbúnað o.fl. Starfið byggist á gríðarlegri þekkingu og reynslu sem starfsmenn HljóðX búa yfir ásamt öflugum birgjum og framleiðendum hágæða búnaðar. HljóðX er umboðs- og dreifingaraðili Harman á Íslandi sem býður upp á merki eins og JBL, AKG, Martin, AMX o.fl.
HljóðX Verslun býður upp á hljóðfæri, hljóðkerfi, upptökubúnað og fleira fyrir einstaklinga, fjölskyldur, tónlistarfólk, hljóðver, tónlstarskóla og önnur félög og fyrirtæki. Á meðal vörumerkja sem fást í versluninni er Roland, Boss, JBL og AKG.
Hjá HljóðX starfa rúmlega 10 manns í fullu starfi auk fjölda verktaka sem koma að ýmsum verkefnum sem HljóðX tekur að sér.