Þetta þarf til að halda viðburð

febrúar 7, 2024

Viðburðir eins og árshátíðir, brúðkaup, þorrablót og afmæli þarf að skipuleggja vel.

Á svona viðburðum þarf yfirleitt alltaf ákveðin tæknibúnað og til að upplifun gesta og viðburðahaldara sé sem allra best þarf að huga að lykilatriðum varðandi þau tæki sem á að nota:

  • Það þarf hljóðkerfi
  • Það þarf svið/upphækkun undir þá sem koma fram
  • Það þarf lýsingu
  • Þegar mikið er lagt í lýsingu er nauðsynlegt að hafa reykvél
  • Yfirleitt þarf drapperingar, t.d. fyrir aftan sviðið
  • Það þarf tæki sem virka
  • Það þarf tæknimenn sem kunna til verka
  • Það þarf lausnir miðað við fjármagn verkefnisins

Svo þarf að svara nokkrum mikilvægum spurningum:

  • Hvar er viðburðurinn haldinn?
  • Hversu margir verða gestirnir?
  • Hverjir koma fram?
  • Hvaða tæki þarf í viðburðinn?

Nú er hægt að taka saman tilboð í verkefnið. Sum verkefni eru þannig í sniðum að viðskiptavinir koma í Drangahraun 5 og sækja þann búnað sem á að nota, sjá um uppsetningu og skila svo til baka. Í öðrum verkefnum t.d. stærri viðburðum sjá sérfræðingar og starfsmenn HljóðX um að koma öllum búnaði á staðinn, setja hann upp og tengja, stjórna tækjunum á meðan viðburðurinn fer fram og pakka svo saman að viðburði loknum.