Roland TD-07DMK rafmagnstrommusett
TD-07DMK er frábært rafmagnstrommusett fyrir byrjendur og lengra komna. Það er auðvelt að setja upp og hentar vel til að læra, æfa og taka upp trommuleik. Mjög gott sem midi stýring fyrir trommu plug-ins.
Trommusettið samanstendur af fjórum „mesh-heads“ trommum, sneril og þremur tom tom sem gefa náttúrulega og hljóðláta spilun. Á þessum trommum er hægt að strekkja eða slaka spennu til að fá raunverulega tilfinningu og aðlaga settið að þeim sem trommar. Bassatromman er gúmmíplatti.
TD-07 Módúlan býður upp á fjölbreytt trommuhljóð. Hún er með Bluetooth-tengingu til að spila með tónlist úr síma eða tölvu, ásamt USB-tengingu fyrir upptöku og hljóðvinnslu.
Helstu eiginleikar:
- 
„Mesh-heads“ á öllum trommum fyrir náttúrulega spilun og lágt hljóðstig 
- 
TD-07 hljóðmódúla með yfir 25 trommusettum og 140 hljóðum 
- 
Bluetooth fyrir þráðlaust tónlistarsamspil 
- 
USB tenging fyrir upptökur og hljóðvinnslu 
- 
Stillanlegt statív og traust bygging 
Roland TD-07DMK er áreiðanlegt, fjölhæft og hljóðlátt trommusett sem gefur þér raunverulega spilunartilfinningu og mikla stjórn á hljóðinu.

 
                                   
                                   
                                  