Roland HP-704 Digital Piano
Roland HP-704 er rafmagnspíanó sem sameinar fallegt útlit, hágæða hljóð og náttúrulega spilun. Það hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum og gefur raunverulegt píanó sound með nútímalegum eiginleikum.
Píanóið er búið PHA-50 píanó lyklum, sem sameinar við og plast til að líkja eftir tilfinningu hjá alvöru píanói. SuperNATURAL hljóðvélin frá Roland tryggir djúpan og lifandi hljóm. Innbyggt hljóðkerfi með fjórum hátölurum fylla herbergið með ríku og náttúrulegu hljóði.
HP-704 tengist einnig snjalltækjum í gegnum Bluetooth og hægt er að spila með uppáhalds tónlistinni eða nota æfingarforrit.
Helstu einkenni:
-
Raunveruleg píanótilfinning með PHA-50 lyklum.
-
SuperNATURAL hljóðvélin fyrir lifandi tón
-
Fjögurra hátalara kerfi með djúpum og skýrum hljómi.
-
Bluetooth tenging fyrir tónlist og æfingar.
-
Stílhreint útlit sem hentar öllum rýmum.
