Roland GO:KEYS 3
Fráæbært hljómborð fyrir byrjendur eða lengra komna sem vilja skapandi og fjölhæft hljóðfæri. Með Loop Mix tækni, Bluetooth tengingu, fjölbreyttum hljóðum og notendavænu viðmóti, býður Roland GO:KEYS 3 upp á marga möguleika til tónlistarsköpunar og æfinga.
Roland GO:KEYS 3 er fislétt, aðeins 4,5 kg svo auðvelt er að taka það með sér og stilla því upp hvar sem er. Frábært hljómborð tónlistarmenn á öllum aldri og getustigum.
Roland GO:KEYS 3 fæst blátt, rautt og túrkish blátt.
Helstu kostir
- 61-nóta hljómborð með næmu snertiskyni
 - ZEN-Core hljóðmótor með yfir 1000 Roland hljóðum sem hafa haft áhrif á nútímatónlist í fimm áratugi
 - Sjálfvirkur undirleikur með yfir 200 innbyggðum tónlistarstílum
 - Hljóma „sequencer“ með notendaviðmóti og yfir 300 forstilltum stillingum tilbúnum til spilunar
 - Innbyggðir stereó hátalarar
 - Bluetooth hljóð/MIDI stuðningur fyrir tónlistarstreymi og lagasköpun
 - USB hljóð/MIDI tengi til að vinna með tónlistarhugbúnað á tölvum og snjalltækjum
 - Pedalstungutengi
 - USB minni/WC-1 tengi fyrir afritun, spilun hljóðskráa, og WC-1 millistykki fyrir Roland Cloud Connect
 - Stuðningur við Roland Cloud Connect (valfrjálst) gerir þér kleift að vafra þráðlaust, prufukeyra og sækja efni frá Roland Cloud beint úr snjallsímanum þínum
 

