Nýja flaggskipið í hinu vinsæla og virta X Series,
X700 Duality, sameinar hágæða efnivið, besta vélbúnaðinn, Seymour Duncan pickups, sjónrænt útlit og alþjóðlega meistarasmíði til að bjóða upp á hljóðfæri sem ekki aðeins lítur glæsilega og djörflega út heldur spilar líka ótrúlega hratt og er nógu fjölhæft til að ná yfir næstum hvaða tónlistarstíl sem er.
Flamed Maple toppur á Swamp Ash búk
Swamp Ash búkurinn veitir hlýtt og fyllandi hljóð, á meðan Flame Maple toppurinn bætir ekki aðeins við fegurð heldur herðir einnig á hljóðinu með sterku miðtóna sviði og skýrleika. Sláandi myndrænn Flame Maple toppurinn og Swamp Ash fara fullkomlega saman til að skapa hlýtt en kraftmikið há-miðja hljóð sem sker sig með styrk í gegnum blönduna.
Seymour Duncan® SH2N & TB4 Humbucker
Seymour Duncan TB4 brúar humbuckerinn og SH2N háls humbuckerinn ásamt sérstöku 5-stillinga vírunarkerfi veita alla frábæru nútíma og klassísku humbucker tóna og tvö einstök single-coil hljóð sem bjóða upp á óviðjafnanlega fjölhæfni með einföldu og skýru stjórnkerfi. Frá öfgafullu metal og shreddi til djasslegs hlýleika og glansandi hreins, eru hljóðin alltaf tónræn með skýrleika og dýpt.
Sérhannað rafkerfi.
Einfalt en fjölhæft stjórnkerfi veitir allan þann tón sem gítarleikarinn þarfnast, meðan það leyfir honum að einbeita sér að spilun og tónlistarsköpun. Fimm rása rofinn er sérvíraður til að bjóða upp á glansandi single-coil hljóð í 2. og 4. stöðu, auk fyllandi og öflugra humbucker hljóða í brú, miðju og hálsstöðu.
Cort® CFA-III Tremolo
Brúin hefur einnig veruleg áhrif á hljóðeiginleika gítarsins og X700 Duality býður upp á Cort CFA-III Tremolo kerfið með framleiðslutækni sem notar ryðfrítt stál í söðæomi,, brúplötunni og brúarkubbinum til að skapa stórt, skýrt og djúpt hljóð með langvarandi hljóm. Læstar stilliskrúfur bjóða upp á frábærann stöðugleika í stillingu og auðveldar strengjaskipti.
Tremolo brú.
Innbygða tremolo brúin leyfir þér bæði að hækka og lækka tóninn, sem eykur fjölhæfni gítarsins.
3ja laga Maple & Panga Panga háls
Styrkleiki og skýrleiki Maple er fullkomlega í jafnvægi með hlýju miðsviði Panga Panga, sem leiðir til frábærrar spilunargetu og tengingu við hljóðfærið.
Ebony fingraborð
Það eru til margar tegundir viðar notaðar í fingraborð, en engin þeirra jafnast á við kolsvarta fegurðina og sléttleikann í Ebony. Þessi viður hefur verið mikið notaður seinustu ár fyrir styrkleika sinn, fegurð sína og stöðuleika í mismunandi umhverfum.
Luminlay hliðarpunktar.
Luminlay hliðarpunktarnir gera gítarleikurum auðveldar að sjá nóturnar á fingraborðinu þegar spilað er á dimmum sviðum.
Ryðfrí stálbönd
Ryðfrí stálbönd bjóða upp á frábæra endingu enda þarf sjaldnar að skipta um þessi bönd þar sem þau eru harðari en strengirnir. Breið og há veita þessi bönd góða spilamennsku ásamt því að gefa gítarleikaranum skýrann og bjartann hljóm.
Cort® læstar stilliskrúfur
Læstu stilliskrúfurnar bjóða upp á frábæran stöðugleika í stillingu með því að koma í veg fyrir strengjaglöp, meðan auðvelt er að skipta um strengi.
Eiginleikar:
-
Samsetning: Bolt-on
-
Búkur: Swamp Ash
- Toppur:Flamed Maple
- Háls: 3PC Maple & Panga Panga
- Fingraborð: Ebony
- Bönd: 24 (Stainless Steel)
- Skali: 25.5″ (648㎜)
- Stilliskrúfur: Cort® Staggered Locking Machineheads
- Brú: Cort® CFA-III Tremolo
- Pikupp: Seymour Duncan® SH2N & TB4 Humbucker
- Rafkerfi:1 Volume, 1 Tone, 5 Way Toggle Switch
- Hardware: Chrome
- Strengir: D’Addario® YB EXL120