Boss Katana Bass 210B
Boss Katana magnararnir hafa notið mikilla vinsælda meðal gítarleikara um árabil og nú eru þeir líka fáanlegir fyrir bassaleikarann.
Eiginleikar.
- Magnari með innbyggðri keilu með flott hljóð sem virka vel á tónleikum eða í hljóðveri.
- 300W AB Kraftmagnari skilar öflugum og hörðum tón.
- Harður og góður kassi með 2 sérhönnuðum 10″ keilum og tweeter sem hægt er að hafa kveiktan eða slökktan.
- Modern, Vintage og Flat magnaratýpur sem gefa mikla möguleika á mismunandi tónum.
- „Shape“ rofi gefur mismunandi karakter fyrir tóninn þinn.
- Fjórar aðskildar effekta raðir.
- 4. Banda EQ með val um miðju og háu-miðju tíðnir.
- „Blend“ gerir þér kleift að blanda inn „dry“ hljóðinu til að þykkja upp tóninn þinn.
- Hægt er að vista hljóð inn á 6 rásir.
- „Power Control“ gefur þér möguleikann á að taka magnarann niður í 1W fyrir hljóðlátari æfingar.
- Hægt er að fikta meira í hljóðunum með Boss Tone Studio.
- Hægt er að hlaða niður og deila tónum á BOSS Tone Exchange
- Hægt er að taka upp með USB eða með phones/recording útganginum.
- „Balanced“ XLR direct út með vali um: Direct, Pre og Post.
- Virkar með Boss GA-FC fótrofa.
- Hægt er að fitka í hljóðunum þráðlaust með því að bæta við BOSS Bluetooth® Audio MIDI Dual Adaptor
Frekari uppýsingar um Boss Katana Bass má finna á Boss heimasíðunni.