Boss Katana 500B bassahaus.
Næsta skref bassamagnara frá Boss. Endurhannaður formagnari og glænýr D klassa 500 watta kraftmagnari gefur þann tón sem þú ert að leita að.
Eiginleikar Boss katana 500B
- Nettur 500 watta bassahaus með fullt af tón möguleikum.
- Nýr D klassa kraftmagnari með „Cab Resonance“ stillingum.
- Bættu kjör-bassatóninn fyrir mismunandi stíla með „two amp feel“ stillingum.
- 4 banda EQ með lágmiðju og hámiðju stillingum með 3 stillanlegum tíðni möguleikum.
- Compressor og drive stillingar, hver með val um mismunandi týpur.
- Shape rofi með „mid-scoop“, „bright“ og víðan möguleika af stillingum.
- Bottom stilling til þess að þétta tóninn og taka út „rumble“ í neðsta botninum.
- Hi cut takki með 3 mismunandi tíðnum.
- Blend stilling blandar inn hreinu bassahljóði.
- Pad rofi fyrir heita pikkuppa.
- Innbyggt minni til að vista inn þinn sérhannaða tón.
- Tveir útgangar fyrir box með speakon tengjum.
- XLR line útgangur og heyrnatóla/upptökur útgangur.
- Hægt er að fikta nánar í tóninum með Boss Tone studio með windows/mac.
- USB útgangur fyrir upptökur og Boss Tone Studio.
- Hægt er að hlaða niður og deila tónum á BOSS Tone Exchange
- Hægt er að bæta við Bluetooth Audio Midi Dual Adaptor frá boss sem gerir þér kleift að fikta í tóninum þráðlaust í gegnum síma og streyma tónlist í magnarann.
- Hægt er að bæta við Boss GA-FC fótrofa.
- Box fylgir ekki með en mælt er með: Katana Cabinet 112 Bass
Frekari upplýsingar má finna á Boss heimasíðunni.