Boss FS-1-WL er þráðlaus fótrofi fyrir nótnaforrit, youtube, upptökuforrit, hljóðfæri og fleira.
Örsmár og sérhannanlegur, FS-1-WL er handfrjáls félagi fyrir sköpunargáfuna þína. Stjórnaðu nótnaforritum, youtube myndböndum, upptökuforritum og studdum vörum frá Boss og Roland græjum þráðlaust með Bluetooth. Eða tengdu fótrofan við fjöleffekta græjur með MIDI snúru. Hægt er að tengja auka rofa eða „Expression“ pedala við FS-1-WL. Notast er við frítt app frá Boss til að breyta stillingum svo að fótrofinn henti þér sem best.
Frábær þráðlaus fetill með skemmtilegum eiginleikum:
- Fjölhæfur þráðlaust fótrofi sem stjórnar hugbúnaði og midi græjum.
- Stjórnar græjum þráðlaust með Bluetooth eða með midi snúru (TRS – MIDI)
- Rofi aftan á græjunni sem velur á milli „MIDI Mode“ og „HID Mode“ (þrjár innbyggðar stillingar fyrir HID)
- HID Mode sendir skilaboð í lyklaborð á tölvu til að stjórna stafrænum hugbúnaði.
- MIDI Mode sendir PC/CC skilaboð sem stjórna græjum sem styðja MIDI
- USB tengi fyrir notkun sem „MIDI Input“ græja (HID ekki stutt yfir USB)
- Sér smáforrit til þess að sérhanna fótrofaskipanir og vista mismunandi stillingar.
- Þrír góðir fótrofar með þögulri og mjúkri virkni.
- Tvö jack tengi fyrir utanáliggjandi fótrofa.
- Keyrir á tveimur AAA batteríum eða Boss PSA spennubreyti (fylgir ekki með).
Meira um FS-1WL má finna á Boss Heimasíðunni.