Blackstar Unity 60
60 watta combo-magnari sem hentar fyrir æfingar og smærri tónleika. Hann skilar kraftmiklu og sveigjanlegu hljóði með 10 tommu hátalara sem tryggir traustan botn. Með þremur valmöguleikum (Classic, Modern og Flat) getur þú valið hvort þú vilt klassískan tón, nútímalegan skýrleika eða alveg sléttan og flatan tón.
Blackstar Unity 60 inniheldur þriggja banda EQ og miðjutíðni með sér stillingu , svo þú getur mótað tóninn nákvæmlega. Gain stillir hversu hart þú keyrir formagnarann og hægt er að stilla hvort hann taki á móti aktífum eða passífum hljóðfærum. Magnarinn er með innnbyggða effekta eins og choruisd og „sub-octave“ sem bæta dýpt og lit.
Magnarinn er einnig útbúinn XLR útgangi sem gerir hann fullkominn til að tengja við hljóðkerfi eða upptökubúnað.
