Frábær í stúdíóið!
AKG C214 er hagkvæmur valkostur fyrir þá sem vilja njóta hágæða hljóðupptöku í stúdíói eða á sviði. Hann er hannaður sem ódýrari valkostur við hinn vinsæla AKG C414 en viðheldur mörgum af sömu hágæða eiginleikum. Líkt og C414 notar C214 framúrskarandi einnar tommu hljóðhimnu með innbyggðri fjöðrun sem dregur úr mekanískum hávaða.
C214 býður upp á stillanlega eiginleika sem gera hann mjög sveigjanlegan. Rofi fyrir 20 dB lækkun gerir hann hentugan fyrir upptökur á háværum hljóðgjöfum, allt að 156 dB SPL. Low Cut er einnig innifalin, sem auðveldar nánar upptökur með lágmarks proximity effekt. Með notkun á AKG Back-Plate tækni og einu diaphram-i úr tveggja diaphram-a kerfi C414, nær C214 næstum sömu frammistöðu og C414 XLII.
Tæknilegar upplýsingar
- Polar Pattern: Hjartalaga
- Tíðnisvið: 20 – 20.000 Hz
- Samsvarandi suðmagn: 13 dB-A
- Næmni: 20 mV/Pa
- Hljóð/suð hlutfall: 81 dB-A
- Pad: -20 dB
- Low Cut tíðni: 160 Hz
Hönnun og útlit
C214 er hannaður með stílhreinum og endingargóðum frágangi í matt grábláum lit. Þyngd hans er 280 g, og hann er 160 mm á hæð og 56 mm á breidd, sem gerir hann handhægann í notkun. Útgangurinn er XLR (3-pinna, karlkyns).
Fjölbreytt Notkun
Hljóðneminn hentar fyrir faglegar hljóðupptökur og er tilvalinn fyrir raddir, píanó, strengjahljóðfæri, gítarmagnara og blásturshljóðfæri og slagverk.
Innihald pakkans
- 1 x AKG C214 hljóðnemi
- 1 x H85 skjálftavörn
- 1 x Málstálkassi
AKG C214 er kostur sem skilar framúrskarandi hljóðupptöku með sveigjanlegum stillingum og hámarks áreiðanleika.