GIS AG er svissneskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu rafdrifinna keðjumótora. Árið 1957 hóf fyrirtækið framleiðslu og hefur því yfir 60 ára reynslu af hönnun og framleiðslu rafdrifinna keðjumótora.

GIS keðjumótorar eru einfaldir í notkun, öruggir í rekstri og smíðaðir til að endast. Þeir eru sterkbyggðir, áreiðanlegir og viðhaldsléttir.

Þeir eru notaðir um allan heim í leikhúsum, skólum, íþróttahúsum, viðburðasölum, fjölnota menningarhúsum, íþróttaleikvöngum, ráðstefnumiðstöðvum, sjónvarpsmyndverum og á tónleikaferðum.

GIS mótorar eru hannaðir og framleiddir í Sviss – með gæði og nákvæmni í fyrirrúmi, fyrir notendur á alþjóðamarkaði.