100.000 konur og kvár komu saman við Arnarhól 24. október 2023

október 19, 2023

100.000 konur og kvár komu saman á stórum útifundi á Arnarhóli. HljóðX stóð í stórræðum þriðjudaginn 24. október.VIð settum upp stóra Stage Line 250 sviðsvagninn. Hengt var upp stórt JBL VTX A8 hljóðkerfi og tveir stórir LED skjám. Heilmikil dagskrá var á svðinu, ræður, tónlist og fleira. Ætla má að 80-100 þúsund konur og kvár hafi komið saman á Arnarhóli til að taka þátt.  Fram komu Urður Bartels, Guðbjörg Pálsdóttir, Alice Olivia Clarke, Una Torfa, Sóðaskapur og Ragga Gísla ásamt fjölbreyttum hópi kvára og kvenna. Kynnar voru Aldís Amah Hamilton og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.

Þegar 100.000 konur og kvár komu saman á stórum útifundi á Arnarhóli þá er mikið fyrirtæki að koma slíkum viðburði upp. Karlarnir í HljóðX mættu eldsnemma þennan morgun og unnu fram á kvöld við uppsetningu, viðburðinn og niðurtekt. Reyndar hófst vinnan kvöldið áður. Lækjargötu var lokað að hluta kl. 18 á mánudagskvöldum. Þá komum við með vagninn og settum hann upp. Settur var hjólastólarampur við vagninn svo allir sem komu fram hefðu gott aðgengi að sviðinu. Einnig var settur upp pallur og rampur til móts við sviðið svo þeir fundargestir sem þurftu gætu setið þar á stólum.

RÚV mætti svo á staðinn á þriðjudagsmorguninn. Myndstjórn þeirra var tengd við sviðsskjána og allt sem sent var út á RÚV fór einnig upp á þá. Hljóðið var á móti tengt frá hljóðkerfinu og í útsendingabílinn og þaðan til áhorfenda.

Við óskum konum og kvárum til hamingju með frábæran baráttufund við Arnarhól um leið og við þökkum skipuleggjunum Kvennaverkfallsins fyrir ánægjulegt og gefandi samstarf.