Íþróttamannvirki
Hljóðkerfi, kallkerfi, upplýsingaskjáir ofl. ofl.
Hljóðkerfi, kallkerfi, upplýsingaskjáir ofl. ofl.
Í íþróttamannvikjum af öllum stærðum þarf að vera ýmis konar tæknibúnaður og HljóðX er með allar lausnir sem þarf.
Hljóðkerfi í íþróttasali, áhorfendastúkur, og samkomusali þurfa að vera öflug og traust og allar tengingar og stjórneiningar þurfa að vera einfaldar og öruggar svo að húsverðir jafnt sem yngri flokka þjálfarar geti stungið síma, tölvu eða öðrum búnaði í samband þannig að allt virki rétt og vel.
Það er sama hvort setja eigi búnað upp í nýju íþróttamannvirki eða endurnýja búnað í eldra húsi, tæknin þarf að vera af nýjustu gerð.
Ráðgjafar í lausnum HljóðX teikna upp bestu lausnina fyrir mannvirkið. Kerfismynd af búnaði staðsetningu hans. Markmiðið er að finna alltaf bestu og hagkæmustu lausnina fyrir viðskiptavini. HljóðX býður einungis hágæða búnað frá virtum framleiðendum þar sem Harman samsteypan kemur sterkust inn. Nýr leikvangur Tottenham Hotspur í London þykir einn sá allra flottasti, sama til hvers er litið. Þar var allur hljóðbúnaður frá Harman, JBL hátalar úti og inni, Crown magnarar ofl. ofl.
HljóðX tók að sér allt hljóðkerfi sem sett var í ný íþróttamannvirki Fram í Úlfarsárdal og þar tókst einstaklega vel til.
HljóðX hefur m.a. sett upp búnað í eftirtöldum stöðum:
Talaðu við sérfræðing