Log in

Búnaður fyrir íþróttamannvirki

 

HljóðX hefur hannað, selt, sett upp og forritað hljóð- ljósa- og myndkerfi í fjölda íþróttamannvirkja út um allt land. 

Hringdu í okkur, segðu okkur hvað þú villt og við komum með bestu lausnina fyrir þig. Við sendum í framhaldi tilboð sem þú getur ekki hafnað. 

Ráðgjafar HljóðX taka að sér þarfagreiningu og hanna kerfismynd af búnaði og veita ráðleggingar um staðsetningu í rými. Markmið okkar er að finna alltaf bestu og hagkvæmustu lausnina fyrir okkar viðskiptavini. Við bjóðum hágæða búnað frá virtum framleiðendum. Við leggjum okkur fram við að vera í góðu áframhaldandi samskiptum við viðskiptavini okkar um framgang verkefna; frá hönnun og að gangsetningu kerfa. Við bjóðum í framhaldi þjónustusamning sem felur í sér reglubundið viðhald búnaðar, viðgerðir, endurbætur og mælingar.

Dæmigerð uppsetning hljóðkerfis í íþróttamiðstöð:

Uppsett er miðlægt hljóðkerfi með BSS hljóðstýringu, Crown mögnurum og afspilunarbúnaði á einum stað. JBL hátalarar eru settir upp í salnum, þannig að þeir þeki vel öll hlustunarsvæði. Íþróttamiðstöðin er oft svæðaskipt  í tvö eða fleiri svæði. Á hverju svæði er uppsettur þráðlaus AKG hljóðnemi, BSS valrofar, BSS styrkstillar og tengill fyrir afspilunarbúnað (Ipot eða CD spilara). CD spilari er oft miðlægur og þannig aðgengilegur fyrir öll svæðin. Oft er hljóðnemi á hverju svæði alltaf virkur, sérstakur styrkstillir hækkar og lækka í hljóðnema. Með valrofa á hverju svæði er hægt að velja afspilun t.d. frá Ipot tengi, miðlægum CD spilara, miðlægu útvarpi og fleiri búnaði. Á valrofa er sérstakur styrkstillir til þess að hækka og lækka hljóð frá afspilunarbúnaði. Þannig er hægt að nota hljóðnema og afspilun á hverju svæði og einnig hækka og lækka í annars vegar hljóðnema og hins vegar afspilunarbúnaði með sitt hvorum styrkstillinum. Sérstakur valrofi er síðan á einu tilteknu svæði, þar sem hægt er að velja eitt svæði, nokkur ákveðin svæði, eða öll svæðin.

Meðal íþróttamannvirkja sem HljóðX hefur selt og sett upp búnaði í eru:

Íþróttamiðstöð á Dalvik

Búnaður: JBL hátalarar, BSS hljóðstýring, Crown magnarar og AKG hljóðnemar

Íþróttamiðstöðinni er svæðaskipt miðlægt hljóðkerfi (íþróttahús, líkamsrækt, miðrými og sundlaug ) sem stýrt er  með BSS hljóðstýringu. Þannig er hægt er að nota hljóðkerfið á einstökum svæðum og eða tengja saman þau svæði sem menn vilja. Einnig er hægt að kalla upp á þau svæði sem sem menn kjósa að kalla á. Kerfinu er stjórnað með valrofum og einnig í hússtjórnarkerfistölvu. Valrofar og styrkstillar eru á hverju svæði þar sem hægt er að velja um miðlægan búnað eins og útvarp, afspilunarbúnað og hljóðnema og hækka og lækka í kerfinu á hverju svæði fyrir sig.

Íþróttahús KR í Reykjavík 

Búnaður: JBL hátalarar, DBX hljóðstýring, Crown magnarar og AKG hljóðnemar 

Íþróttahús er svæðaskipt (íþróttahús og samkomusalur) með DBX hljóðstýringu og valrofum.

Íþróttahús Fram í Reykjavík 

Búnaður: JBL hátalarar,  Crown magnarar og AKG hljóðnemar

Íþróttahús Hauka í Hafnarfirði 

Búnaður: JBL hátalarar, BSS hljóðstýring, Crown magnarar og AKG hljóðnemar

Íþróttahúsið er ekki svæðaskipt en er stjórnað með BSS hljóðstýringu, valrofum (þar sem hægt er að velja inngangsmerki) og tölvustýrðum valrofum. Einnig er uppsett sérkerfi í veislusölum.

Íþróttahús Fjölbrautarskólans á Selfossi 

Búnaður: JBL hátalarar, BSS hljóðstýring, Crown magnarar og AKG hljóðnemar

Íþróttahúsið er svæðaskipt (þar sem hægt er að velja einstök svæði eða mörg svæði) með BSS hljóðstýringu, valrofum með snertiskjá og tölvustýrðum valrofum.

Gamla íþróttahúsið á Selfossi 

Búnaður: JBL hátalarar, BSS hljóðstýring, Crown magnarar og AKG hljóðnemar

Íþróttahús Sunnulækjaskóla á Selfossi

Búnaður: JBL hátalarar, BSS hljóðstýring, Crown magnarar og AKG hljóðnemar

Íþróttahúsið er svæðaskipt miðlægt hljóðkerfi (þar sem hægt er að velja einstök svæði eða mörg svæði) sem stýrt er með BSS hljóðstýringu, valrofum og tölvustýrðum valrofum. Einnig er uppsett hljóðkerfi í skólann með svæðaskiptingu (yfir 40 svæði) þar sem hægt er að kalla upp á einstök svæði, hluta svæða eða öll svæði. Einnig er hljóðkerfið notað fyrir út- og innhringingar (bjöllukerfi), þar sem hægt að velja um margs konar út- og innhringihljóð og velja og stilla út- og innhringitíma.

Íþróttahús í Þykkvabæ 

Búnaður: JBL hátalarar, BSS hljóðstýring, Crown magnarar og AKG hljóðnemar

Sundlaug og íþróttahús í Mosfellsbæ

Búnaður: JBL hátalarar, BSS hljóðstýring, Crown magnarar og AKG hljóðnemar

Íþróttahúsið og sundlaug er svæðaskipt (8 svæði) með BSS hljóðstýringu, valrofum og tölvustýrðum valrofum.

Sundmiðstöðin í Keflavík

Búnaður: JBL hátalarar, BSS hljóðstýring, Crown magnarar og AKG hljóðnemar

Sundmiðstöð er svæðaskipt (þar sem hægt er að velja einstök svæði eða mörg svæði) með BSS hljóðstýringu, valrofum og tölvustýrðum valrofum.

Ásvallalaug í Hafnarfirði 

Búnaður: JBL hátalarar, BSS hljóðstýring, Crown magnarar og AKG hljóðnemar

Sundmiðstöð er svæðaskipt (8-10 svæði, þar sem hægt er að velja einstök svæði eða mörg svæði) með BSS hljóðstýringu, valrofum og tölvustýrðum valrofum.

Íþróttahús og knattspyrnuvöllur á Sauðarkróki

Íþróttahúsið er svæðaskipt (þar sem hægt er að velja einstök svæði eða mörg svæði) með BSS hljóðstýringu, valrofum og tölvustýrðum valrofum. Hljóðkerfið á knattspyrnuvellinum er tengt BSS hljóðstýringu með ljósleiðara tengingu.

 

Last modified onTuesday, 23 October 2018 13:19
More in this category: « Verslun HljóðX Fundarherbergi »

Leiðandi vörumerki í bransanum
Gæða þjónusta og fagmennskan í fyrirrúmi

 
AKG_Logo geminilogo_nav BSS_logorev christieLogo_splash dbx_logo EDIROL_logo steinigke-logo
IED_logo_small denon_logo lexicon_logo jbl-logo Logo_PR-Lighting

omnitronic

VMB-Logo

soundcraft-logo logo urei-logo

alutruss 

Crown_Logo ClayPakyLogo PENTON 
eurolite

 

  stagingconcepts-logo

  stageline

 

SommerCable logo 4

chamsys    CHAUVET
martin logo1 epson     austman    

 

 

denon_dj_logo_cuadrado