HljóðX fór á Þjóðhátíð 2023

ágúst 10, 2023

HljóðX fór á Þjóðhátíð 2023 eftir að Þjóðhátíðarnefnd ákvað að breyta til og fá nýja aðila til að sjá um hljóðkerfi og LED skjái á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Verkefnið snerist um að koma öflugu hljóðkerfi til Eyja með Herjólfi og setja það upp á stóra sviðinu í Herjólfsdal. Auk þess settum við upp minni kerfi á Litla sviðinu, í Tuborg tjaldinu og við setningu Þjóðhátíðar.

Stóra sviðið – hljóð

Á stóra sviðið var sett upp JBL VTX V25 ll line array hljóðkerfi með tveimur hengjum, einni á hvorum sviðsvæng. Í hvorri hengju voru 12 box, hvert þeirra með 2×15″ keilum. Báðar þessar hengjur vísuðu fram, út á danspallinn og upp brekkuna.  Utar á svðinu til sitt hvorrar hlíðar voru svo hengjur með JBL VTX A8 hátölurum. 12 box á sviðs hægri og 8 box á sviðs vinstri. Þessar hengjur vísuðu á ská frá sviðinu, upp í brekkuna til hvorrar hliðar. Með þessari hönnun var tryggt að allir gestir sem voru í brekkunni nutu bestu mögulegu hljómgæða. Bassaboxin voru höfð í þremur stæðum á danspallinum fyrir framan sviðið.

Ingvar Jónsson var hljóðmeistari á stóra svðinu og með honum voru Árni F Sigurðsson, Bladur Rafn Gissurarson og Guðrún Veturliðadóttir. Þau unnu náið með okkar mönnum Eyva, Ingó og Erni við að koma kerfinu upp og stilla það þannig að sem bestur árangur næðist.

HljóðX fór á Þjóðhátíð 2023 og það var umtalað að hljóðið hefði sennilega aldrei verið kraftmeia og betra í Brekkunni í Herfjólfsdal.

Stóra sviðið – Led skjáir

HljóðX sá einnig um að fara til Eyja með alla Led skjái sem settir voru upp á stóra sviðinu. Settir voru upp 5 stórir skjáir. Þrír þeirra voru settir upp fyrir aftan llistamenn á sviðinu og tveir héngu utan á svðinu sitt hvoru megin. Tæknistjórar Þjóðhátíðar, Magnús Helgi Kristjánsson og Berglind Bára Bjarnadóttir sáu um allt efni sem fór á skjána en fyrir HljóðX voru að störfum Vainius Vaisnoras, Daníel Orrason og Hákon Hákonarson sáu um alla tæknivinnu við skjána ásamt Erni Ingólfssyni sem var við uppsetninguna. Auk þessara mann var Hákon Vignir Smárason okkar maður í Eyjum og sá um alla hljóðmennsku á litla sviðinu og í Tuborg tjaldinu.

Það er heilmikið fyrirtæki að fara til Vestmanneyja með allan tæknibúnað sem þarf fyrir Þjóðhátíð. HljóðX fór með stóran trailer, stóran vörubíl og minni kassabíl fulla að tækum um borð í Herjólf þriðjudaginn fyrir Þjóðhátíð og til baka viku síðar.

Verkefnið var ótrúlega skemmilegt og gefandi. Þjóðhátíðarnefndin, sjálfboðaliðar ÍBV og allir Eyjamenn tóku vel á móti okkur og samstarfið gekk glimrandi vel.

Frábærir listamenn stigu á svið á Þjóðhátíð og eins og alltaf er var samstarfið við þá þægilegt og gefandi.