Heimaklettur í nýju ljósi var magnaður

nóvember 6, 2023

Heimaklettur í nýju ljósi var magnaður með 20 Martin Mac Ultra ljósum þegar Örn Ingólfsson, ljósameistari HljóðX var í Vestmannaeyjum fyrstu helgina í nóvember og setti upp magnað ljósaverk.

Verkið hér Heimaklettur í nýju ljósi, og var sett upp í tilefni af 50 árum frá eldgosi á Heimaey og 60 árum frá Surtseyjargosi.Örn fór til Eyja ásamt Tinnu Bessadóttur á stórum flutningabíl sem í voru 20 stykki Martin Mac Ultra ljós. Tæpur sólarhingur fór í að stilla upp ljósunum inni í opnum bílnum og forrita fyrir sýninguna. Á föstudags- og laugardagskvöldinu nutu svo Eyjamenn og gestir þeirra glæsilegrar sýningar á tilkomumiklum Heimakletti.

Tónlist Júníusar Meyvant hljómaði með ljósaverkinu og þeir sem horfðu á gátu stillt inn á fm 104.7 í útvarpstækjum og hlustað á um leið.

Fjallað var um viðburðinn á Eyjar.net 

HljóðX óskar eyjamönnum til hamingju með flottan viðburð um leið og við þökkum skipuleggjunum fyrir ánægjulegt og gefandi samstarf. Heimaklettur í nýju ljósi var sannarlega magnaður með 20 Martin Mac Ultra ljósum

Heimaklettur í norðurljósabúning
Martin Mac Ultra – Heimaklettur í norðurljósabúning