Bylgjan á Menningarnótt 2023

ágúst 20, 2023

Eins og mörg undanfarin ár sá HljóðX um allan tæknibúnað fyrir stórtónleika Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt sem haldin var 19. ágúst.

Sett var upp svið með Stage Line SL250 sviðsvagninum okkar. Stór Led skjár var við hiliðana sviðinu þanað sem myndefni frá sviðinu var streymt. Inni á sviðinu voru margir minni Led skjáir sem partur af ljósashowinu. JBL VTX A8 hljóðkerfi var svo komið upp í tveimur hengjum á sviðsvængjunum sem skiluðu frábæru hljóði til allra þeirra þúsunda gesta sem fylltu garðinn á þessum flottu tónleikum.

Á tónleikunum komu fram Páll Óskar, Guðrún Árný, Á Móti Sól ásamt Gunna Óla, Una Torfa, Júlí Heiðar og Kristmundur Axel, Friðrik Dór, Diljá og Gústi B sem var kynnir.