JBL

Einn stærsti og öflugasti framleiðandi hátalara í heiminum á heima í HljóðX á Íslandi. JBL er hluti af Harman samstæðunni sem einnig framleiðir Martin ljós, Crown magnara, AKG hljóðnema og heyrnatól, Soundcraft mixera auk AMX, BSS og DBX.

HljóðX er umboðs- og dreifingaraðili Harman professional solutions á Íslandi

Smellið hér á heimasíðu JBL PRO

JBL var stofnað í LA árið 1946 og hét þá James B. Lansing sound eftir stofnanda sínum. Nafni var svo stytt í skammstöfunina JBL. Árið 1969 var JBL keypt af Harman og hefur síðan þá verið hluti af þeirri stóru samsteypu. HljóðX hefur frá upphafi verið umboðsaðili Harman og þar með JBL á Íslandi. Í tækjaleigu HljóðX eru til um það bil 225 hátalara af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir smáa viðburði má t.d. leigja JBL PRX ONE og fyrir risastóra viðburði eins og tónleika í Kórnum er hægt að leigja Line Array kerfi úr VTX A línu JBL.

JBL er leiðandi í hátölurum fyrir hljóðver og tekur flestum fram þegar kemur að hátölurum fyrir mannvirki eins og íþróttaleikvanga, samkomuhús, veitingahús, verslanir, kirkjur og bænahús ofl. ofl. 

Ekki aðeins er HljóðX umboðs- og dreifingaraðili JBL og annarra merkja Harman heldur hefur HljóðX átt mjög farsælt samstarf við starfsmenn, stjórnendur og hönnuði JBL sem oft hefur orðið til þess að JBL hefur tekið þátt í að koma upp hljóðkerfum hérlendis í stóra viðburði. 

    Hvernig getum við aðstoðað? *

    Hvað getum við aðstoðað með? *

    Lausn *

    Staðsetning verks *

    Lýsing á rými *

    Uppsetning *

    Æskileg dagsetning verkloka

    Æskileg dagsetning afhendingar

    Leiga *

    Uppsetning *

    Dagsetning *

    Nafn viðburðar *

    Staðsetning viðburðar *

    Áætlaður fjöldi gesta *


    Talaðu við sérfræðing

    Eyvindur Eggertsson

    Hljóðmeistari
    eyvi@hljodx.is – 893 3928