Boss VE-2 raddeffektagræja
Boss VE-2 er öflug og einföld raddeffekta-græja sem er hönnuð fyrir söngvara. Hún er með innbyggðu chorus og reverb-i.
Græjan stillir sjálf rétta tónhæð eftir hljómum úr gítar eða hljómborði, þannig að auðvelt er að fá náttúrulegan hljóm. Hún er einföld í notkun með einföldu viðmóti sem hentar vel í lifandi spilun.
Boss VE-2 er lítil, traust og meðfæranleg. Hún hentar vel fyrir söngvara sem vilja bæta við faglegum raddeffektum.
