Boss BR-80
Lítið og öflugt upptökutæki sem hentar vel fyrir tónlistarmenn á ferðinni. Það er upptökutæki, æfingargræja og hljóðvinnslugræja í einni einingu.
Boss BR-80 býður upp á þrjár mismunandi stillingar: Multi-Track Recording (MTR) til að taka upp og blanda saman mörgum upptökum, eBand fyrir æfingar með undirleik, og Live Rec til að taka upp lifandi tónlist.
BR-80 hefur innbyggðan hljóðnema, effekta fyrir gítara og raddir, og hægt er að tengja það við tölvu fyrir frekari vinnslu.
Helstu einkenni:
-
Lítið og nett upptökutæki með allskonar möguleikum
-
Þrjár stillingar: MTR, eBand og Live Rec
-
Innbyggður hljóðnemi og effektar fyrir gítar og söng
-
Hægt að tengja við tölvu fyrir hljóðvinnslu
-
Hentar bæði fyrir upptökur, æfingar og hugmyndavinnu.
