BOSS Katana Head Gen 3: 100-Watta haus fyrir allar aðstæður
BOSS Katana Head Gen 3 sameinar getu, sveigjanleika, nýsköpun og hentar sviðsspili, upptökum og æfingum. Með 100 watta Class AB magnara, innbyggðum 5-tommu hátalara, og Bloom-virkni, státar þessi magnarahaus af frábærum tóngæðum og mörgum tengingarmöguleikum.
Helstu Eiginleikar
- 100-Watta magnarahaus með 5″ hátalara fyrir æfingar og hljóðprufur.
- Sex magnarategundir, þar á meðal nýr Pushed karakter og „variation“ rofi fyrir öðruvísi tón.
- Bloom-switch virkjar sérhæfða loop-u sem breytir tilfinningu og svörun magnarans.
- Fimm sjálfstæðir effektar: Booster, Mod, FX, Delay, og Reverb, með þremur afbrigðum fyrir hvert svið.
- Power Control til að ná “cranked-amp” hljóði við lágan hljóðstyrk.
- Þriggja-stillinga Contour til að móta tóngæði og þrjár stillingar fyrir kraftmagnarann: Vintage, Modern, og Deep.
- Vistuaðu allt að 8 tóna fyrir fullkomnar stillingar.
- Uppfært BOSS Tone Studio app fyrir ítarlega stjórnun og tengingu við BOSS Tone Exchange.
- USB-C tenging fyrir upptökur og tengingu við tónlistarforrit.
Hágæða Lampalíkön með Tube Logic
Tube Logic endurskapar hljóðeiginleika lampamagnara, frá næmni til yfirkeyrslutóna. Nýi Bloom-switch valkosturinn bætir hraðara „attack“ og ríkari botn, sem gefur þér ríkari og dýpri tón.
Þægilegur hvar sem er
Katana Head Gen 3 býður Power Control, sem gerir þér kleift að ná ríkum tónum við lágann hljóðstyrk. Innbyggði 5″ hátalarinn hentar fyrir rólegar æfingar og til að stilla tón án þess að nota ytri hátalara.
Innbyggðir BOSS effektar
Magnarinn er hlaðinn 15 grunneffekum, með valkosti til að sérsníða þá með yfir 60 effektum í BOSS Tone Studio. Bluetooth® MIDI viðbætur gera þráðlausa stjórnun mögulega með snjalltæki á sviði.
Frábær fyrir sviðið.
- Fótrofastjórnun: Fjórir inn- og útgangar fyrir GA-FC og GA-FC EX fótrofa, expression pedal og MIDI-tengingar fyrir fulla stjórn á sviði.
- Stereo Expand: Tengdu tvo Katana Gen 3 magnara fyrir breiðara, dýpra stereo hljóð.
- Ytri preamp-valkostur: Tengdu fjöleffektagræju eða preamp í gegnum Power Amp In.
Tengingarmöguleikar
- USB-C tenging: Fyrir beinar upptökur með IR-stillingum.
- Línutengi: Beintengdu við hljóðkerfi.
- Tengi fyrir heyrnatól: Æfðu í friði með heyrnatól.
BOSS Katana Head Gen 3 sameinar sérsniðna tónmöguleika, sveigjanleika og kraft í 100 watta magnarahaus sem er tilvalinn fyrir gítarleikara sem vilja bestu tónanna í öllum aðstæðum. Frá heimanotkun til sviðsspilunar, er þessi magnari fullkominn félagi í tónlistarsköpun.
Meira um Boss Katana Head Gen 3 má finna á Boss heimasíðunni.