FV-30H er gæða volume pedall sem tekur lítið pláss á fetlabrettinu þínu.
FV-30H frá Boss er nettur volume pedalll með stílhreinni hönnun. Hann er sérstaklega hannaður til að taka ekki mikið pláss á fetlabrettinu þínu ásamt því að halda í Boss gæði í tón, gæðum og áreiðanleika.
Tvö tilbrigði eru af FV-30 og er gott að velja þann sem hentar best í þína notkun.
FV-30 High – Pedall með háu viðnámi (með sérútgang fyrir stillitæki), þessi er bestur til að tengja beint við rafgítar eða bassa.
FV-30 Low – Pedall með lágu viðnámi, með stereo inngang/útgang fyrir aðra pedala, hljómborð og önnur stafræn hljóðfæri.