Búnaður
Val á búnað skiptir máli
Val á búnað skiptir máli
Hljjóð X er með heildarlausnir í búnaði fyrir fundarherbergi. Við höfum þjónustað ýmis fyrirtæki, hótel, veitingastaði og önnur samkomuhús sem hefur skilað góðum árangri og ánægðum viðskiptavinum.
,,Reynsla Hugbúnaðarhússins Fuglar á fundarbúnaði frá HljóðX hefur verið góð í alla staði. Virkni búnaðarins er skilvirk og áreiðanleg og viðmót fundarkerfisins er þægilegt í notkun. Þjónusta tæknimanna HljóðX hefur verið með afbrigðum góð, hæfir menn með ríka þjónustulund.”
– Matthías Björnsson, Fuglar Hugbúnaðarhús
Ráðgjafar í uppsetningadeild HljóðX teikna upp bestu lausnina fyrir þig, kerfismynd af búnaði kerfis og staðsetningu á búnaði í rými. Markmið okkar er að finna alltaf bestu og ódýrustu lausnina fyrir okkar viðskiptavini. Við bjóðum alltaf hágæða búnað frá mjög virtum framleiðendum. Við leggjum okkur fram við að vera í stöðugu sambandi við okkar viðskiptavini um framgang verkefna allt frá hönnun og að gangsetningu kerfa. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á þjónustusamning, þar fellur undir reglubundið viðhald búnaðar, viðgerðir, endurbætur og mælingar.
Það nýjasta í fundarbúnaði er Acendo Core frá merkinu AMX frá Harman. Acenco Core er þráðlaus búnaður og fundarkerfi sem einfaldar til muna allan undirbúning í kringum fundi og það tekur einungis nokkrar sekúndur að tengjast viðmótinu, þráðlaust og hnökralaust.
Tímasparnaður við undirbúning og einföldun á skipulagi er hagræðing inn í starfsemi fyrirtækja. Þráðlausi fundarbúnaðurinn er góð lausn fyrir þá sem kjósa að skipuleggja tíma sinn vel.
Með nýjustu tækni er tryggt að fundurinn geti hafist án tafa.
– Einfalt tímaskipulag fundarherbergja
– Notendavænt viðmót
– Einungis nokkrar sekúndur í tengingu við búnað
– Fágað útlit og hönnun
HljóðX hefur m.a. sett upp búnað á eftirfarandi stöðum:
Arionbanki
Fuglar hugbúnaðarhús
Aðalstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur
Valitor
Íslensk erfðagreining
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Landsnet
Reiknistofa Bankanna
Seðlabanka Íslands