Síðan Boss kom með Katana magnaralínuna árið 2018 hafa óteljandi margir magnarar þeirra ratað inn á heimili gítarleikara, hvort sem þeir eru að spila fyrir sjálfa sig eða fyrir fjöldann allan af fólki.
Magnarinn er 100W en býður upp á svokallaða „Power Control“ stillingu. Þ.e.a.s þú getur still hann sem 100W, 50W eða 0,5W sem gefur notendanum góðan sveigjanleika sem hentar í mismunandi aðstæður.
Hægt er að stilla Global eq fyrir magnarann, sem gefur notendandum víðari möguleika á gítarsoundi frekar en minni týpur.
„Cab Resonance“ býður upp á það að stilla það hvernig magnarbox hegðar sér.
- Vintage – Gefur meiri miðjufókus ekki ólíkt klassísku boxunum frá 8 og 9 áratugnum.
- Modern – Hleypir meira af háum tíðnum í gegnum magnarann gefur frá sér nútíma tón.
- Deep – Hleypir öllum botn í gegnum magnarann. Eins og heitið gefur til kynna þá fær notandinn meiri bassa í tóninn.
5 magnaratýpur er hægt að velja um og eru alltaf 2 tilbrigði af hverri.
- Acoustic – Gefur þér hreinann og bjartann hljóm sem hentar vel fyrir kassagítara, en virkar þó vel fyrir rafmagnsgítara.
- Clean – gefur þér skýran og tæran hljóm.
- Crunch – Býður upp á „edge of breakup“ hljóm sem getur virkað vel í blúsinn eða pönkið.
- Lead – Minnir á hljóm úr breskum mögnurum, en þessi stilling gefur þér vel rokkaðann og bjartann tón.
- Brown – Virkar vel í þungarokkið, en þessi stilling hermir eftir þeim mögnurum sem hafa verið hvað mest notaðir í þyngri tónlist. Stillingin gefur þér mikla bjögun og þéttan og góðan botn.
Magnarinn kemur stútfullur af effektum. Hægt er að notast við 5 innbyggða effekta á sama tíma. Boss katana tekur þó vel við hefðbundnum effektum (utanáliggjandi) og er því gaman að prófa sig áfram og gera sínar eigin tilraunir.
Auðvelt er að stilla inn effektana og er hver stilling með 3 tilbrigði af hverri týpu.
- Boost – Effektar sem auka bjögun (overdrive og distortion).
- Mod – Allir Chorusar, Flangerar og Phaserar.
- FX – Octave o.fl
- Delay – Delay og echo.
- Reverb
Hægt er að vista 8 hljóð í einu (4 fyrir hvern banka), en einnig er hægt að tengja magnarann við Boss Tone Studio. Þar er hægt að hlaða inn á magnarann hljóð sem aðrir notendur hafa búið til, en einnig gefur það þér möguleikann á að hlaða inn fleiri effektum inn á þinn magnara.
Magnarinn býður upp á að stilla „Global EQ“. Það gefur þér möguleikann á því að móta hljóðið en ítarlegra á leiðinni í kraftmagnarann.
Magnarinn er einni með „power amp in“ möguleikar, sem þýðir að þú getur notað aðrar græjur en notað katana magnarann sem hátalara.
ATH!: Magnarinn er bara haus og þarf að hafa box til staðar.
Fleiri upplýsingar um Boss Katana Artist Má finna inn á Boss síðunni.