Roland TD-02K raftrommusett
Frábærar raftrommur á góðu verði fyrir byrjendur. Trommaðu heima án þess að hafa áhyggjur af því að ónáða aðra með hávaða og látum.
- LÝSING
Trommusett þarf ekki endilega að taka mikið pláss. Roland TD-02K er fullkomið fyrir trommarann sem er að byrja. Settið samanstendur af fjórum gúmmí trommuplöttum, þremur cymbal plöttum og pedölum fyrir bassatrommu og hi-hat. Tengdu settið við heyrnatól og spilaðu eins og þú vilt án þess að ónáða aðra.
Settið er með 16 mismunandi trommusett innbyggð, þjálfunar stillingu og möguleika á að spila með tónlist úr síma o.fl.
Trommustóll, heyrnatól og kjuðar fylgja ekki með.
