VAD307 er fullkomið fyrir heimastúdíóið. Settið er með 5 hálfskelja platta, sem gefur trommaranum góða upplifun við spilamennsku.
Í kjarna VAD307 er TD-17 trommuheilinn. Hann býður upp á stórt safn af gamaldags og nútímalegum trommum, symbölum og slagverki, öll tekin upp í háum hljóðgæðum með laus sem hörð slög tekin upp. Prismatic Sound Modeling tæknin frá Roland er tengd við þessar upptökur til að veita ítarlegt og náttúrulega upplifun. Ásamt því að hafa góð innbyggð hljóð, er hægt að hala inn á græjuna þín eigin hljóð.
Hefðbundnar trommur eru yfirleitt stærri en rafmagnstrommu plattar. Stærð hverrar trommu hefur áhrif á almenna upplifun, ekki bara útlitslega séð, heldur einnig í tilfinningu og hönnun trommunar. VAD307 er með 12 tommu sneril og gólftrommu, tvo 10 tomma „Rack“ toma og 18 tomma bassatrommu sem skapar náttúrulega upplifun fyrir vana trommuleikara. Trommurnar eru einnig gerðar úr viði sem gefur trommaranum raunverulega tilfinningu við spilamennsku.
Frekari upplýsingar um VAD307 er hægt að nálgast á Roland heimasíðunni.
Ath: Trommustóll, bassatrommu-pedall, snerilstandur, hihat standur, heyrnatól og kjuðar fylgja ekki með.