Roland FP-E50 er það nýjasta þegar kemur að skemmturum hjá Roland. Píanóið inniheldur öll helstu hljóð og tóna sem hægt er að fá í FP línunni.
Þegar leitað er að einfaldri og notendavænni græju fyrir æfingar, tónsmíðar eða spilamennsku uppi á sviði, kemur Roland FP-E50 mjög sterkt inn.
Eins og í öðrum borðum í FP línunni, notar FP-E50 SuperNatural Modeling tækni sem gefur notendum náttúrlegan og „dýnamískan“ hljóm.
Borðið er með 88 vigtaðar nótur. Borðið býður upp á útsetningar möguleika, þ.e.a.s. þú getur látið innbyggðu undirspilin fylgja þeim nótum sem þú spilar og getur samið heilu verkin í þessum netta og stílhreina pakka.
Borðið notfærir sér einni „Zen Core“ hljóðdrifil sem má einnig finna í Jupiter X og Fantom borðum sem hafa verið notuð út um allan heim af fagaðillum og má heyra þau hljóð á fjöldamörgum plötum. Allt frá einföldum syntha hljóðum í heilu sinfóníurnar. Hægt er að blanda saman hljóðum eða skipt upp hljómborðinu þannig að önnur höndin er kannski með strengjahljóð, en hin með synthahljóð.
Undir píanóið er best að nota Roland KS20X stand sem auðvelt að brjóta saman og taka með sér. Roland KSFE50 standur er flottur inn í stofu eða æfingaaðstöðu og er píanóið fest við hann.
Frekari upplýsingar er hægt að finna á Roland síðunni
Standur undir borðið fylgir ekki með.