Viðburðir

Hljóðkerfi, svið, ljós, drapperingar, skjáir, myndavélar.


JBL PRX 912

HljóðX annast viðburði af öllum stærðum og gerðum og sérfræðingar HljóðX nálgast hvern þeirra með frábæra upplifun gesta og ánægju viðburðahaldara að leiðarljósi.

Aðstæður geta verið mjög mismunandi en algengt er að stærri viðburðir fari fram í íþróttahúsum og þá á þarf að koma með allar græjur á staðinn og það getur tekið 1-3 daga að setja allan búnað upp, allt eftir stærð hússins og umfangi viðburðar. Yfirleitt eru settar svartar drapperingar á alla kanta til að „fela“ veggi, körfuspjöld, skortöflur oþh. Svo er sett upp svið fyrir þá skemmtikrafta, hljómsveitir og veislustjóra sem koma fram. Öflugt hljóðkerfi er lykilatriði fyrir alla viðburði og góð lýsing gerir gæfumuninn. Alltaf þarf að lýsa upp sviðið og helst þarf að setja upp ljós sem lýsa upp borðin sem gestir sitja við. Lýsing og jafnvel drapperingar í anddyri eru líka nauðsynlega til að gestir upplifi rétta stemmningu um leið og þeir ganga í hús.

Fyrir minni viðburði t.d. á vinnustað, heimilum, í veislusölum eða félagsheimilum þarf líka að huga að hljóði og ljósum, sviði og drapperingum. HljóðX tækjaleigan er öllum tækjum búin og sérfræðingar HljóðX finna bestu lausnina með viðskiptavinum.

Skemmtileg tækifærisræða góður fyrirlestur eða fallegur upplestur. Allt þetta á skilið að til staðar sé góður hljóðnemi og hátalarar því það er mjög mikilvægt á vel heppnuðum viðburði er að talað mál hljómi vel. Skýr, kraftmikill og fallegur hljómur veitir viðstöddum góða upplifun. Til að svo megi vera þarf að velja réttan búnað miðað við aðstæður og fjölda gesta.

HljóðX er með öll tæki og frábæran mannskap til að annast viðburði af öllum stærðum og gerðum.

Veisla í Listasafni Reykjavíkur

Er viðburður í vændum?

Tækjaleiga HljóðX á til allan þann hljóð búnað sem þörf er á og sérfræðingar veita ráðgjöf, gera tilboð og geta séð um að viðburðurinn hljómi vel.

Fylltu út formið hér að neðan eftir bestu getu og svo verðum við í sambandi. Ef þú vilt vita meira og fá ráðgjöf er best að hafa beint samband við sérfræðing.

    Hvernig getum við aðstoðað? *

    Hvað getum við aðstoðað með? *

    Lausn *

    Staðsetning verks *

    Lýsing á rými *

    Uppsetning *

    Æskileg dagsetning verkloka

    Æskileg dagsetning afhendingar

    Leiga *

    Uppsetning *

    Dagsetning *

    Nafn viðburðar *

    Staðsetning viðburðar *

    Áætlaður fjöldi gesta *


    Talaðu við sérfræðing

    Eyvindur Eggertsson
    Hljóðmeistari - verkefnastjóri leigu

    eyvi@hljodx.is893 3928

    Martin lighting
    AKG
    Crown magnarar
    Soundcraft mixerar
    Sightline sviðspallar
    Stage line sviðsvagnar