Log in

Rýmingarboðkerfi

Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um rýmingarboðkerfi frá HljóðX.

 

HljóðX hefur hannað meðal stærstu rýmingarboðkerfi á Íslandi. Rýmingarboðkerfið er af gerðinni IED (Innovated Electronic Designs). Einnig er blandað í kerfið BSS hljóðstýringum, Crown mögnurum á einstökum svæðum sem tengdir eru miðlægum IED búnaði með Cobranet staðlinum. Notast er við JBL hátalara í allar uppsetningar.

HljóðX hefur endurnýjað rýmingaboðkerfi í verslunarmiðstöðinni Smáralind og var þar sett upp nýtt miðlægt kerfi af gerðinn IDX-200 frá Harman Pro. Kerfið er með BSS hljóðstýringum, Crown mögnurum og AKG hljóðnemastöðvum.

HljóðX hefur einnig hannað, selt, sett upp og forritað rýmingaboðkerfi í HOF menningarhús á Akureyri. Kerfið er uppbyggt með BSS hljóðstýringum, Crown mögnurum, JBL hátölurum og AKG hljóðnemum.

HljóðX hefur hannað, selt, sett upp og forritað rýmingaboðkerfi í Perlunni. Þar eru BSS hljóðstýringar, Crown magnararar, JBL hátalarar og AKG hljóðnemar.

Ráðgjafar HljóðX teikna upp bestu lausnina fyrir þig, kerfismynd af búnaði kerfis og staðsetningu á búnaði í rými. Markmið okkar er að finna alltaf bestu og ódýrustu lausnina fyrir okkar viðskiptavini. Við bjóðum alltaf hágæða búnað frá mjög virtum framleiðendum. Við leggjum okkur siðan fram við að vera í stöðugu sambandi við okkar viðskiptavini um framgang verkefna allt frá hönnun og að gangsetningu kerfa. Við bjóðum viðskiptavinum okkar þjónustusamning þar sem við önnumst reglubundið viðhald búnaðar, viðgerðir, endurbætur og mælingar.

 

Upplýsingar um kerfið: IED hljóðkerfi er miðlægt bruna-, tilkynninga og uppkallskerfi. IED hljóðnemastöðvar eru staðsettir eftir þörfum í framhaldi af nákvæmri greiningarvinnu á rými. IED hljóðnemastöðvar eru tengdar með Cobranet hljóðstaðlinum, þannig er hver hljóðnemastöð tengd í næsta Ethernet tengil og tengist þannig með tölvunetkerfi (Ethernet Switch) miðlægri hljóðstýringu kerfis. Með hljóðnemastöð er hægt að velja ákveðin uppkallssvæði víðsvegar í byggingu. Uppkall er tekið upp áður en það er sent út, þannig er hægt að spila uppkall áður en það er sent út og eyða því ef vill og útbúa nýtt uppkall. Hægt er að hljóðrita tilkynningar í kerfið og spila á fyrirfram ákveðnum tímum. Tilkynningar vegna brunaboða eru teknar upp í miðlægt kerfi og spilaðar allt eftir því hvaða hætta er á ferðum og fólk þar með varað við hættum og hvernig þeir eigi að bregðast við.

Last modified onTuesday, 23 October 2018 11:35

Leiðandi vörumerki í bransanum
Gæða þjónusta og fagmennskan í fyrirrúmi

 
AKG_Logo geminilogo_nav BSS_logorev christieLogo_splash dbx_logo EDIROL_logo steinigke-logo
IED_logo_small denon_logo lexicon_logo jbl-logo Logo_PR-Lighting

omnitronic

VMB-Logo

soundcraft-logo logo urei-logo

alutruss 

Crown_Logo ClayPakyLogo PENTON 
eurolite

 

  stagingconcepts-logo

  stageline

 

SommerCable logo 4

chamsys    CHAUVET
martin logo1 epson     austman    

 

 

denon_dj_logo_cuadrado