HLJÓÐX og gogoyoko hafa gert með sér samstarfssamning
- Published in Á döfinni
- Written by Þór Sig.
- Be the first to comment!
- Read: 3250 times
Samstarfssamningur hefur verið undirritaður milli HljóðX og gogoyoko þann 9. ágúst 2013.
gogoyoko er tónlistarveita sem býður listamönnum upp á að selja tónlist sína milliliðalaust á vefnum undir formerkjum Fair Play in Music. gogoyoko selur einnig lagalista og þjónustar fyrirtæki, kaffihús, heilsuræktarstöðvar og verslanir á borð við Krónuna, Nettó, World Class, Kaffitár, Te og kaffi, Smáralind o.fl.
HLJÓÐX er þjónustufyrirtæki sem býður upp á faglega ráðgjöf í hönnun, uppsetningu, sölu og leigu á hljóð-, ljósa-, og myndkerfum.
HLJÓÐX hefur sett upp hljóð-, mynd- og ljósakerfi í verslanir, veitinga- og skemmtistaði, íþróttamannvirki, skóla, flugstöð, kirkjur, samkomu- og menningarhús, hótel, söfn, kvikmyndahús og báta.