Sviðsvagnar um allt í sumar
- Published in Á döfinni
- Written by SuperUser
- Be the first to comment!
- Read: 100 times
Á sumrin hafa sviðsvagnar okkar nóg að gera og eftir róleg síðustu 2 sumur þá eru margir viðburðir á dagskránni sumarið 2022
1. maí fór Stageline 250 vagninn okkar á Ingólfstorg og hýsti ræðumenn og skemmtikrafta á baráttudegi verkalýðsins. Í byrjun júní var það svo Color Run með Stage line 100 í Laugardalnum, á sjómannadaginn var slíkur vagn úti á Granda og á 17. júní fóru tveir SL100 vagnar í vinnu. Annar á Seltjarnarnesið og hinn í Hljómskálagarðinn. 2. júlí var svo reistur vagn og haldnir flottir tónleikar á Ingólfstorgi til að fagna 10 ára afmæli Guide to Iceland.
Þegar þetta er skrifað eru tvö svið uppsett á Kótelettunni. SL100 vagninn og SL250 vagninn haldi uppi skemmtikröftum á Selfossi.
Í ágúst verður eitt svið frá HljóðX á Hinsegin dögum í Reykjavík og annað á hátíðinni Hamingjan við Hafið í Ölfusi. Á Menningarnótt, 20. ágúst verður SL250 vagninn í Garðpartýi Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. 27. ágúst verður SL100 vagn í Túninu heima í Mosfellsbæ og annar á Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar.
Áður en sviðsvagnarnir okkar leggjast svo í vetrardvala munu þeir standa árvissa vakt á Ljósanótt í Reykjanesbæ.