Fundarlausnir, þráðlaus fundarbúnaður frá AMX
- Published in Á döfinni
- Written by Þór Sig.
- Be the first to comment!
Einn af þjónustuliðum HljóðX er uppsetning Acendo Core fundarbúnaðs fyrir fyrirtæki og stofnanir.
,,Reynsla Hugbúnaðarhússins Fuglar á fundarbúnaði frá HljóðX hefur verið góð í alla staði. Virkni búnaðarins er skilvirk og áreiðanleg og viðmót fundarkerfisins er þægilegt í notkun. Þjónusta tæknimanna HljóðX hefur verið með afbrigðum góð, hæfir menn með ríka þjónustulund.” Matthías Björnsson
HljóðX er dreyfingaraðili fyrir Harman á Íslandi og hefur sinnt sölu og uppsetningu fundarbúnað fyrir ýmis smærri og stærri fyrirtæki frá vörumerkinu AMX með góðum árangri. Nú nýlega var sett á markað þráðlaus fundarbúnaður frá AMX, Acendo Core með innbyggðu fundarkerfi sem einfaldar til muna allt sem kemur að undirbúningi funda;
- Einfalt tímaskipulag fundarherbergja
- Notendavænt viðmót
- Einungis nokkrar sekúndur í tengingu við búnað
- Fágað útlit og hönnun
Tímasparnaður við undirbúning og einföldun á skipulagi er hagræðing inn í starfsemi fyrirtækja. Þráðlausi fundarbúnaðurinn er góð lausn fyrir þá sem kjósa að skipuleggja tíma sinn vel.
Hafið samband við uppsetningadeild HljóðX til að fá nánari upplýsingar um AMX, Acendo Core
Hér má sjá þrjú nýuppsett fundarherbergi með AMX fundarbúnaði og myndbúnaði frá HljóðX.