Log in

Á döfinni (26)

RÍNARSÖGUR Á 80 ÁRA AFMÆLI

Í nóvember 2022 fagnar HljóðX Rín 80 ára afmæli. Verslunin Rín var opnuð á Njálsgötu árið 1942. 

Við fengum 5 þekkta tónlistarmenn til að segja okkur sögur og minningar tengdar Rín. 

Magnús Eiríksson hóf ungur störf í versluninni hjá verðandi tengdaforeldrum sínum. Síðar tóku hann og Erla kona hans við rekstrinum og þegar yfir lauk hafði Maggi starfað í Rín í rúm 50 ár. 

Bubbi Morhtens keypti sinn fyrsta alvöru gítar í Rín við Frakkarstíg og segir verslunina hafa verið félagsmiðstöð þar sem var "hangið" löngum stundum með góðfúslegu leyfi Magga sem einnig var örlátur á tíma við unglingana og leyfði Bubba að prófa flotta gítara. 

Ingólfur Geirdal töfarmaður og gítarleikari DImmu hefur verslað í Rín í 40 ár. Hann keypti fyrst forláta Marshall gítarmagnara og síðar keypti hann Gibson SG gítar sem átti eftir að verða hans aðalhljóðfæri með Dimmu, bæði í hljóðveri og uppi á sviði. 

Friðrik Karlsson gítarleikari Mezzoforte fékk ungur að árum vinnu í Rín og fannst hann bara vera í fríi því það var svo gaman í vinnunni. Hann spilaði og lék listir sínar fyrir viðskiptavini og setti met í gítarsölu.

Ellen Kristjánsdóttir ólst upp á Frakkarstígnum og það leið varla sá dagur að hún kæmi ekki við í Rín þar sem bróðir hennar starfaði. Henni fannst Maggi Eiírks mikill töffari og keypti sinn fyrsta gítar í Rín.

 


Joomla Gallery makes it better. Balbooa.com

Read more...

Sviðsvagnar um allt í sumar

Á sumrin hafa sviðsvagnar okkar nóg að gera og eftir róleg síðustu 2 sumur þá eru margir viðburðir á dagskránni sumarið 2022

1. maí fór Stageline 250 vagninn okkar á Ingólfstorg og hýsti ræðumenn og skemmtikrafta á baráttudegi verkalýðsins. Í byrjun júní var það svo Color Run með Stage line 100 í Laugardalnum, á sjómannadaginn var slíkur vagn úti á Granda og á 17. júní fóru tveir SL100 vagnar í vinnu. Annar á Seltjarnarnesið og hinn í Hljómskálagarðinn. 2. júlí var svo reistur vagn og haldnir flottir tónleikar á Ingólfstorgi til að fagna 10 ára afmæli Guide to Iceland. 

Þegar þetta er skrifað eru tvö svið uppsett á Kótelettunni. SL100 vagninn og SL250 vagninn haldi uppi skemmtikröftum á Selfossi. 

Í ágúst verður eitt svið frá HljóðX á Hinsegin dögum í Reykjavík og annað á hátíðinni Hamingjan við Hafið í Ölfusi. Á Menningarnótt, 20. ágúst verður SL250 vagninn í Garðpartýi Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. 27. ágúst verður SL100 vagn í Túninu heima í Mosfellsbæ og annar á Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar. 

Áður en sviðsvagnarnir okkar leggjast svo í vetrardvala munu þeir standa árvissa vakt á Ljósanótt í Reykjanesbæ. 

IMG 0546

Read more...

Myndir frá skemmtilegum mars verkefnum

Mars 2022 var skemmtilegur mánuður með ótal flottum verkefnum sem góðir viðskiptavinir fólu okkur að leysa. Verkefnin voru stór og mörg, sérstaklega dagana 20. - 27. mars.

Við byrjuðum í Hvalasafninu og settum upp ljós, svið og ljós fyrir flotta lokakvöld í árshátíðarferð fyrirtækis frá Mexico . Svo var farið með stóran hluta af okkar búnaði í Origo Höllina þar sem við settum upp stórt svið, risa ljósashow með nýju ljósunum og auðvitað JBL hljóðkerfi fyrir Louis Tomlinson. Þá var það stórsýningin Verk og Vit í Laugardalshöll þar sem við settum upp bása fyrir Arma og Toyota. Að lokum hönnuðum við, settum upp og sáum Kringlu klóna. Skemmtilegan leik fyrir hressa krakka sem komu hundruðum saman og spreyttu sig.  

Það er gaman hjá okkur í öllum verkefnum stórum og smáum og þegar mörg verkefni þarf að leysa á sama tíma þá köllum við út harðsnúið lið til að aðstoða okkur og látum allt ganga upp.

Read more...

158 ný ljós frá Martin til leigu og sölu í HljóðX

HljóðX hefur ráðist í stóra fjárfestingu í ljósabúnaði með kaupum á 158 nýjum hátækni ljósum frá Martin by Harman.

Þessi ljós hækka standardinn sem íslenskir viðburðahaldarar vilja hafa á sínum giggum verulega.

Þetta eru ljósin sem ljósameistarar vilja helst nota í leikhúsum, myndverum og tónleikasölum enda má telja víst að þau smellpassi inn á óskalista um búnað sem heimsfrægt listafólk sem kemur til Íslands leggur fram. 

Við hvetjum alla áhugasama til að kynna sér betur öll þessi mögnuðu tæki með því að smella á meðfylgjandi slóðir og síðan með því að bóka heimsókn til HljóðX í Drangahrauni 5.

 

Hér allt um ljósin sem við eigum núna eða eru rétt ókomin til landsins: 

 24 stk. Martin Mac Ultra Performance  Smelltu hér til að skoða betur 
 24 stk. Martin Mac Aura PXL  Smelltu hér til að skoða betur
 24 stk. Martin ERA Performance   Smelltu hér til að skoða betur
 18 stk. VDO Atomic dot BOLD  Smelltu hér til að skoða betur
 30 stk. VDO Atomic dot warm  Smelltu hér til að skoða betur
 20 stk. VDO Fatron  Smelltu hér til að skoða betur
Read more...

Fundarlausnir, þráðlaus fundarbúnaður frá AMX

Einn af þjónustuliðum HljóðX er uppsetning Acendo Core fundarbúnaðs fyrir fyrirtæki og stofnanir.

,,Reynsla Hugbúnaðarhússins Fuglar á fundarbúnaði frá HljóðX hefur verið góð í alla staði. Virkni búnaðarins er skilvirk og áreiðanleg og viðmót fundarkerfisins er þægilegt í notkun. Þjónusta tæknimanna HljóðX hefur verið með afbrigðum góð, hæfir menn með ríka þjónustulund.” Matthías Björnsson 

HljóðX er dreyfingaraðili fyrir Harman á Íslandi og hefur sinnt sölu og uppsetningu fundarbúnað fyrir ýmis smærri og stærri fyrirtæki frá vörumerkinu AMX með góðum árangri. Nú nýlega var sett á markað þráðlaus fundarbúnaður frá AMX, Acendo Core með innbyggðu fundarkerfi sem einfaldar til muna allt sem kemur að undirbúningi funda;

- Einfalt tímaskipulag fundarherbergja

- Notendavænt viðmót

- Einungis nokkrar sekúndur í tengingu við búnað

- Fágað útlit og hönnun 

Tímasparnaður við undirbúning og einföldun á skipulagi er hagræðing inn í starfsemi fyrirtækja. Þráðlausi fundarbúnaðurinn er góð lausn fyrir þá sem kjósa að skipuleggja tíma sinn vel.

Hafið samband við uppsetningadeild HljóðX til að fá nánari upplýsingar um AMX, Acendo Core 

Hér má sjá þrjú nýuppsett fundarherbergi með AMX fundarbúnaði og myndbúnaði frá HljóðX. 

Read more...

HljóðX er á EM

Það er okkur einskær ánægja að taka þátt í EM ævintýrinu með hljóðkerfi, ljósa, mynd og sviðsbúnaði á Arnarhóli og á Thorsplani þegar Ísland og Frakkland leika í 8 liða úrslitum á sunnudagskvöldið. Áfram Ísland!

Strákarnir í íslenska landsliðinu í knattspyrnu skapað magnaða stemningu á EM torginu og á Arnarhóli þegar þeir hafa leikið á EM í Frakklandi.

Read more...

Listahátíð í Reykjavík gerir samstarfssamning við HljóðX

Listahátíð í Reykjavík og HljóðX hafa gert með sér samstarfssamning vegna Listahátíðar í Reykjavík árin 2016 og 2018. 

HljóðX verður samstarfsaðili hátíðarinnar og aðalráðgjafi hennar í tæknilegri útfærslu sviðsverka á samningstímanum. Þá mun HljóðX annast uppsetningu á völdum viðburðum hátíðarinnar.

Listahátíð í Reykjavík er þverfagleg listahátíð með áherslu á nýsköpun. Hún fer fram í hefðbundnum og óhefðbundnum rýmum um alla borg og teygir sig ár hvert út fyrir borgarmörkin. Listahátíð í Reykjavík hefur verið leiðandi afl í íslensku menningarlífi frá stofnun árið 1970. Mikil listræn fjölbreytni er einkenni hennar.
 
Listahátíð vinnur með og leiðir saman opinberar stofnanir og sjálfstæða hópa listamanna á öllum sviðum menningarlífsins. Hún hefur beint frumkvæði að fjölda verkefna, í hefðbundnum og óhefðbundnum rýmum, er alþjóðleg listahátíð sem starfar á breiðum vettvangi. Listahátíð hefur starfað með eða flutt verk eftir mikinn fjölda listamanna.

HljóðX er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í innflutningi, sölu og útleigu á ljósa, hljóð og sviðsbúnaði. Búnaðurinn sem HljóðX flytur inn og selur eða leigir út er allur af nýjustu og bestu gerð. Hljóðbúnaður frá framúarskarandi framleiðendum eins og JBL, Soundcraft og AKG, ljósabúnaður frá t.d. Clay Paky og Chauvet og sviðsbúnaður frá Stage line og Staging concepts. Markmið HljóðX eru að bjóða viðskiptavinum sínum upp á afburða góð tæki og þjónustu sem eru hagkvæm og örugg.

Að sögn Ingólfs Arnarsonar framkvæmdastjóra HljóðX er samningurinn við Listahátíð í Reykjavík mikil viðurkenning fyrir fyrirtækið og þá vöru og þjónustu sem það býður upp á. Hann segir það mikinn heiður fyrir HljóðX að vera einn af samtarfsaðilum hátíðar sem hefur fært til Íslands hið besta af hinu alþjóðlega sviði lista frá árinu 1970.

Listahátíð í Reykjavík hófst 21. maí og HljóðX hafði veg og vanda við að umbreyta Brim húsinu á Miðbakka í danssvið en þar fór fram opnunarsviðsverk Listahátíðar að kvöldi setningardagsins, þegar fimmtán Flexing dansarar frá Brooklyn og Manchester koma saman og sýndu danstakta sem aldrei fyrr höfðu sést hér á landi. Myndirnar tók Valgarður Gíslason Listahatid 2016 68Listahatid 2016 70Listahatid 2016 72Listahatid 2016 73Listahatid 2016 76Listahatid 2016 78Listahatid 2016 80

 

Read more...

Nýr sviðsvagn HljóðX er á leið til landsins

Nýr sviðsvagn frá Stage Line í Bandaríkjunum er nú á leiðinni til landsins og verður þá þriðji sviðsvagninn sem HljóðX verður með til leigu fyrir hvers kyns útiviðburði. 

Stageline sviðsvagnar eru hannaðir til að þola íslenskar aðstæður með vindþol allt að 20m/sek með fullum seglum og allt að 30m/sek. ef segl eru losuð. Seglin eru 100% vatns og vindheld. Nýji vagninn heitir Stage Line SL100 og stærð sviðsins er frá 35m2 og upp í 100m2 og með 4,5m lofthæð.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Leiðandi vörumerki í bransanum
Gæða þjónusta og fagmennskan í fyrirrúmi

 
AKG_Logo jbl-logo BSS_logorev christieLogo_splash dbx_logo martin logo1 steinigke-logo
IED_logo_small denon_logo lexicon_logo Crown_Logo Logo_PR-Lighting

SommerCable logo 4

VMB-Logo

soundcraft-logo logo urei-logo

alutruss 

CHAUVET ClayPakyLogo PENTON 
eurolite

 

  stagingconcepts-logo

  stageline

 

chamsys    
EDIROL_logo epson     austman geminilogo_nav  omnitronic 

 

 

denon_dj_logo_cuadrado