Logo
Print this page

Myndir frá skemmtilegum mars verkefnum Featured

ARMA básinn á Verk og vit 2022 Anton Bjarni Alfreðsson ARMA básinn á Verk og vit 2022

Mars 2022 var skemmtilegur mánuður með ótal flottum verkefnum sem góðir viðskiptavinir fólu okkur að leysa. Verkefnin voru stór og mörg, sérstaklega dagana 20. - 27. mars.

Við byrjuðum í Hvalasafninu og settum upp ljós, svið og ljós fyrir flotta lokakvöld í árshátíðarferð fyrirtækis frá Mexico . Svo var farið með stóran hluta af okkar búnaði í Origo Höllina þar sem við settum upp stórt svið, risa ljósashow með nýju ljósunum og auðvitað JBL hljóðkerfi fyrir Louis Tomlinson. Þá var það stórsýningin Verk og Vit í Laugardalshöll þar sem við settum upp bása fyrir Arma og Toyota. Að lokum hönnuðum við, settum upp og sáum Kringlu klóna. Skemmtilegan leik fyrir hressa krakka sem komu hundruðum saman og spreyttu sig.  

Það er gaman hjá okkur í öllum verkefnum stórum og smáum og þegar mörg verkefni þarf að leysa á sama tíma þá köllum við út harðsnúið lið til að aðstoða okkur og látum allt ganga upp.

Last modified onTuesday, 29 March 2022 12:49


HljóðX | Grensásvegur 12 og Drangahraun 5 | Sími: 553-3050 | Fax: 553-3435 | hljodx@hljodx.isVefuppsetning Vefarinnmikli