Nýtt og framúrskarandi hljóðkerfi í Háskólabíói Featured
- Published in Á döfinni
- Read 3249 times
- font size decrease font size increase font size
Stjórnendur Háskólabíós ákváðu nýverið að setja upp fullkomið hljóðkerfi í stóra salinn og leitaði í kjölfarið tilboða. HljóðX var meðal þeirra sem bauð í verkefnið og fór svo að Háskólabíó gerði samning við HljóðX um að flytja inn og setja upp JBL VTX-V20 hljóðkerfi í salinn.
Allt um kerfið má lesa betur hér, en það inniheldur líka botna sem heita VTX-G20 og VTX-S25.
Með tilkomu þess getur Háskólabíó nú boðið viðskiptavinum sinum upp á allt sem þarf til að halda tónleika af öllum gerðum, uppistand, fyrirlestra, ráðstefnur og fundi. Allt er til staðar þannig að allir sem sækja viðburði og sitja í salnum upplifa besta mögulega hljómburð um leið og listamenn njóta þess að flytja sitt efni með bestu mögulegu tækjum.
Nú þegar hafa fjölmargir nýtt sér kerfið og haldið vel heppnaða viðburði í Háskólabíó og má þar nefna Hlustendaverðlaun útvarpsstöðva 365, Söngvakeppni sjónvarpsins, uppistanda með Jimmy Carr ofl. ofl.