Um Hljóðx
- Written by Þór Sig.
- Published in Uncategorised
- Hits: 23172
- Print , Email
HljóðX er þjónustufyrirtæki sem býður upp á faglega ráðgjöf og föst verðtilboð í hönnun, uppsetningu, sölu og leigu á hljóð-, ljósa- og myndkerfum. Búnaður frá HljóðX eru ávallt af nýjustu og fullkomnustu gerð og koma frá heimsþekktum framleiðendum sem eru með leiðandi vörumerki á markaðnum eins og AKG hljóðnemar, BSS Audio, Crown magnarar, DBX, JBL hátalarar, Lexicon, Soundcraft, Roland, ClayPaky og Denon.
Starfsmenn HljóðX hafa áralanga reynslu í umsjón og tæknivinnslu hvers kyns hljóð- og ljósabúnaðar. Þeir sérhæfa sig í að sinna margvíslegum þörfum viðskiptavina. Sérþekking þeirra tryggir að þú færð alltaf bestu fáanlegu þjónustu sem völ er á.
Starfsmenn HljóðX sjá um uppsetningu tæknibúnaðar fyrir tónleika, ráðstefnur, vörusýningar, veislur, ræðuhöld og margt fleira. Þeir hafa einnig innsett hljóð- og ljósakerfi í mörg af helstu fyrirtækjum landsins m.a. Orkuveitu Reykjavíkur, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Háskólabíó, Broadway, Spot, Miðgarð, Tónlistaskólann á Akranesi, Ásvallarlaug, Sunnulækjarskóla, Landsnet, Þjóðminjasafnið, Hallgrímskirkju og Íslenska erfðagreiningu.
Með bestu kveðjum,
Ingólfur Arnarson