Log in

Svið og Sviðsvagnar

Svið, sviðspallar og sviðsvagnar 

Tækjaleiga HljóðX býður sviðsbúnað sem hentar í allar stærðir og gerðir verkefna.

Sviðsbúnaðurinn er frá viðurkenndum framleiðendum sem eru fremstir í sinni röð. Má þar nefna: Staging Concepts sviðspallar með stillanlegum uppistöðum frá 60cm og upp í 200cm hæð. Pallarnir eru með slitþolinni polyvinyl áferð og læsast þétt saman og mynda mjög stöðugt gólf. Einnig eru sérstök tjöld til að klæða hliðar pallana. Varnargrindur (Barrier) eru einnig frá Staging Concepts. Upphengigrindur (Truss) eru frá VMB og sviðstjöld frá J&C Joel UK.
Sjá hér samsetningu á pöllum

HljóðX býður upp á þrjár stærðir sviðsvagna og einn sviðsbíl. Sviðsvagnarnir  eru frá Stageline sem eru fremstir á sínu sviði hvað öryggi og tækni varðar.

Stageline sviðsvagnar eru hannaðir til að þola íslenskar aðstæður með vindþol allt að 20m/sek með fullum seglum og allt að 30m/sek. ef segl eru losuð. Seglin eru 100% vatns og vindheld. 

SAM550 vagninn; stærð 185m2 upp í rúma 300m2 með stækkun og yfir 8m lofthæð.

SL250 vagninn; stærð frá 75m2 og upp í 120m2 og með 6m lofthæð.

SL100 vagninn; stærð frá 35m2 og upp í 100m2 og með 4,5m lofthæð.

Sviðsbíllinn; stærð  frá 19m2 upp í 38m2 og með 2,9m lofthæð. 

Sjá hér uppsetningu á SAM550

Last modified onTuesday, 03 July 2018 14:18
More in this category: Stór sviðsvagn »

Leiðandi vörumerki í bransanum
Gæða þjónusta og fagmennskan í fyrirrúmi

 
AKG_Logo geminilogo_nav BSS_logorev christieLogo_splash dbx_logo EDIROL_logo steinigke-logo
IED_logo_small denon_logo lexicon_logo jbl-logo Logo_PR-Lighting

omnitronic

VMB-Logo

soundcraft-logo logo urei-logo

alutruss 

Crown_Logo ClayPakyLogo PENTON 
eurolite

 

  stagingconcepts-logo

  stageline

 

SommerCable logo 4

chamsys    CHAUVET
martin logo1 epson     austman    

 

 

denon_dj_logo_cuadrado