Log in

Uncategorised

Um Hljóðx

 • Written by Þór Sig.
 • Category: Uncategorised
 • Hits: 20177

HljóðX er þjónustufyrirtæki sem býður upp á faglega ráðgjöf og föst verðtilboð í hönnun, uppsetningu, sölu og leigu á hljóð-, ljósa- og myndkerfum. Búnaður frá HljóðX eru ávallt af nýjustu og fullkomnustu gerð og koma frá heimsþekktum framleiðendum sem eru með leiðandi vörumerki á markaðnum eins og AKG hljóðnemar, BSS Audio, Crown magnarar, DBX, JBL hátalarar, Lexicon, Soundcraft, Roland, ClayPaky og Denon.

Starfsmenn HljóðX hafa áralanga reynslu í umsjón og tæknivinnslu hvers kyns hljóð- og ljósabúnaðar. Þeir sérhæfa sig í að sinna margvíslegum þörfum viðskiptavina. Sérþekking þeirra tryggir að þú færð alltaf bestu fáanlegu þjónustu sem völ er á.

Starfsmenn HljóðX sjá um uppsetningu tæknibúnaðar fyrir tónleika, ráðstefnur, vörusýningar, veislur, ræðuhöld og margt fleira. Þeir hafa einnig innsett hljóð- og ljósakerfi í mörg af helstu fyrirtækjum landsins m.a. Orkuveitu Reykjavíkur, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Háskólabíó, Broadway, Spot, Miðgarð, Tónlistaskólann á Akranesi, Ásvallarlaug, Sunnulækjarskóla, Landsnet, Þjóðminjasafnið, Hallgrímskirkju og Íslenska erfðagreiningu.

ingo2016

Með bestu kveðjum,

Ingólfur Arnarson

Veislur og ræðuhöld

 • Written by Þór Sig.
 • Category: Uncategorised
 • Hits: 12873

HljóðX bíður uppá heildarlausn fyrir stórar sem smáar veislur hvort heldur er í heimahúsi og eða í stórum íþróttahúsum. HljóðX leigir bæði og selur einstaka hluti t.d. þráðlausa hljóðnema, hátalara, ljósabúnað, leiksvið ofl. Einnig er boðið upp á heildarlausn í stór og smá verkefni þ.e. akstur, uppsetningu, tæknimenn og samantekt. HljóðX getur aðstoðað við þarfagreiningu og ráðlagt hvað hentar í hvert verk.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 • Written by Þór Sig.
 • Category: Uncategorised
 • Hits: 25959

Tækjaleiga

Tækjaleiga HljóðX er vel tækjum búin og getur leyst stór og smá verkefni, allt frá partýi í heimahúsi til stórtónleika í Laugardalshöll eða stórar útisamkomur eins og t.d. 17 júní, Gay Pride, Menningarnótt og Ljósanótt. Hljóðx notar einungis hágæða tækjabúnað frá virtum viðurkenndum framleiðendum fyrir hljóðkerfi, ljósakerfi, myndlausnir og sviðsbúnað. Leigan býður því upp á heildarlausnir fyrir allar stærðir og gerðir af uppákomum.

Hljóðkerfin eru fá JBL og þar má nefna Vertec VT4888, Vertec VT4886, JBL VRX932LA, JBL VRX915M, JBLVP 7215 JBL PRX og JBL EON 515.

Magnarar eru frá Crown og þar má nefna Crown IT12000, Crown IT8000, og Crown IT6000.

Hljóðmixerar eru frá Soundcraft og Roland. Þar má nefna Soundcraft Vi6 64 rása, Soundcraft MH2 32 og 24 rása, Roland M400 og M380 48 rása, með stafrænum snákum.

Ljósabúnaður er frá Clay Paky, PR, Eurolight, Chamsys, VMB og fleiri virtum framleiðendum.

Svið Upphengigrindur (truss) og varnargrindur (barrier) er frá Staging Concept, Stageline og VMB.

Myndbúnaður, Skjávarpar frá Christie Digital, Epson, Draper, Medeawiz, Sony og Roland.

 Bjóðum upp á sendinga-, uppsetninga- og samantektarþjónustu.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 • Written by Þór Sig.
 • Category: Uncategorised
 • Hits: 6132

Faghljóð

Allt um hljóðkerfaleiguna og hljóðkerfin.

 

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 • Written by Þór Sig.
 • Category: Uncategorised
 • Hits: 6924

HljóðX býður upp á tvær stærðir sviðsvagna og einn sviðsbíl. Sviðsvagnarnir  eru frá Stageline sem eru fremstir á sínu sviði hvað öryggi og tækni varðar.

 

Stageline sviðsvagnar eru hannaðir til að þola íslenskar aðstæður með vindþol allt að 20 m á sek. með fullum seglum og allt að 30 m á sek. ef segl eru losuð. Seglin eru 100% vatns- og vindheld. SL250 er frá 75 m2 og upp í 120m2 og með 6 m lofthæð. SL100 er frá 35m2 og upp í 100m2 og með 4,5 m lofthæð. Sviðsbíllinn er frá 19m2 upp í 38m2 og með 2,9 m lofthæð.

Tækjaleiga HljóðX býður sviðsbúnað sem hentar í allar stærðir og gerðir verkefna. Sviðsbúnaðurinn er frá viðurkenndum framleiðendum sem eru fremstir í sinni röð. Má þar á meðal nefna: Staging Concepts sviðspalla með stillanlegum uppistöðum frá 60 cm og upp í 200 cm hæð. Pallarnir eru með slitþolinni polyvinyl áferð og læsast þétt saman og mynda mjög stöðugt gólf. Einnig eru sérstök tjöld til að klæða hliðar pallanna. Varnargrindur (Barrier) eru einnig frá Staging Concepts. Upphengigrindur (Truss) eru frá VMB og sviðstjöld frá J&C Joel UK.

 

Leiðandi vörumerki í bransanum
Gæða þjónusta og fagmennskan í fyrirrúmi

 
AKG_Logo geminilogo_nav BSS_logorev christieLogo_splash dbx_logo EDIROL_logo steinigke-logo
IED_logo_small denon_logo lexicon_logo jbl-logo Logo_PR-Lighting

omnitronic

VMB-Logo

soundcraft-logo logo urei-logo

alutruss 

Crown_Logo ClayPakyLogo PENTON 
eurolite

 

  stagingconcepts-logo

  stageline

 

SommerCable logo 4

chamsys    CHAUVET
martin logo1 epson     austman    

 

 

denon_dj_logo_cuadrado